Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 10:14 Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Helga Valfells og Hekla Arnardóttir, meðeigendur hjá Crowberry Capital. Aðsend Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Að sögn Crowberry Capital mun sjóðurinn fjárfesta í norrænum tækni sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum fjármögnunar og vera með starfsstöðvar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Mun Crowberry II meðal annars leggja áherslu á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru leidd af konum. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðeigandi hjá Crowberry Capital, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að stjórnendur sjóðsins sjái vannýtt tækifæri á Norðurlöndunum þar sem einungis lítill hluti fjármögnunar fari til kvenna. Mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja Fram kemur í tilkynningu frá Crowberry Capital að Evrópski fjárfestingasjóðurinn (EIF) hafi leitt fjármögnun sjóðsins. Aðrir fjárfestar séu íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þar á meðal Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Evrópski fjárfestingasjóðurinn er í eigu nokkurra evrópskra banka og er stærsti fagfjárfestir vísisjóða í Evrópu. Crowberry II hefur tíu ára líftíma og verður tekið á móti frekari áskriftarloforðum fagfjárfesta á fyrsta starfsári, að sögn stofnenda. „Aðkoma EIF er staðfesting á því að hér á landi eru mikil tækifæri við uppbyggingu tæknifyrirtækja um leið og að staðfesta að þau vinnubrögð sem hafa verið þróuð hér við fjárfestingar séu eins og best gerist í Evrópu. Þessi beina erlenda fjárfesting mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu tæknifyrirtækja og sköpun þekkingarstarfa á Íslandi til næstu 10 ára,” segir í tilkynningu.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03 Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29 Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. 26. nóvember 2020 09:03
Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar Sjóðurinn er undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. 13. júlí 2017 18:29
Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. 15. desember 2016 09:44