Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 23:44 Mikil vöxtur hefur verið í sólarorku í Bandaríkjunum undanfarin ár. Orkumálaráðuneyti þeirra telur að hægt væri að framleiða stærstan hluta rafmagns með geilsum sólar fyrir miðja öldina vegna þess hversu hratt sólskildir hafa lækkað í verði. AP/Hans Pennink Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni. Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni.
Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira