Heimilisuppbótin sem gufaði upp Benedikt Sveinsson skrifar 8. september 2021 13:00 Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun