Heimilisuppbótin sem gufaði upp Benedikt Sveinsson skrifar 8. september 2021 13:00 Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar