Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður kann töfrabrögð sem hún sýnir á meðan hún talar þýsku.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur leyndan og óvenjulegan hæfileika. Hann kann áramótaskaupið frá árinu 1984 utan að og getur þulið öll atriðin upp eftir pöntun.
Við leyfum myndbandinu að tala sínu máli.
Vísir mun skemmta sér með fólkinu sem keppist um þingsætin í sérstökum kosningaþáttum sem birtast hér á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum.