Lífið

Fram­bjóð­endur af­hjúpa leynda hæfi­leika: „Ég veit að þetta er ekki sniðugt fyrir stjórn­mála­mann að segja“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Guðmundur Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Guðmundur Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir. vísir

Flestir hafa leynda hæfileika og eru frambjóðendur flokkanna engin undantekning. Í myndbandinu má sjá leynda hæfileika Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Gunnarssonar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður kann töfrabrögð sem hún sýnir á meðan hún talar þýsku.

Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur leyndan og óvenjulegan hæfileika. Hann kann áramótaskaupið frá árinu 1984 utan að og getur þulið öll atriðin upp eftir pöntun.

Við leyfum myndbandinu að tala sínu máli.

Vísir mun skemmta sér með fólkinu sem keppist um þingsætin í sérstökum kosningaþáttum sem birtast hér á Vísi alla miðvikudaga og laugardaga fram að kosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.