Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 7. september 2021 16:36 Bláa lónið er verðmetið á meira en 60 milljarða í viðskiptunum sem eru núna að klárast. Vísir/Vilhelm Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.
Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira