Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. september 2021 10:08 Kynfræðingurinn og þáttastjórnandinn Sigga Dögg fer af stað með ný námskeið á netinu. Námskeiðin eru ætluð foreldrum sem vilja fræða sig og fá aðstoð við það að ræða við börn sín um kynlíf og kynfræðslu. „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. Sigga Dögg gaf út bókina Kjaftað um kynlíf árið 2014 en í bókinni var mikil áhersla lögð á það að fræða og styðja við foreldra þegar kemur að kynfræðslu barna og unglinga. Vill hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín „Það er svo lítið til af fróðleik fyrir foreldra í þessum málum og því ákvað ég í raun að breyta bókinni minni Kjaftað um kynlíf í myndbönd og gera úr því rafrænt námskeið fyrir foreldra. Það er svo mikið af spurningum sem foreldrar vilja fá svör við og því fannst mér svo kjörið að bjóða upp á svona námskeið þar sem foreldrar geta frætt sig um þessi mál á sínum eigin tíma, alveg frá grunni.“ Við gerð bókarinnar Kjaftað um kynlíf tók Sigga Dögg meðal annars viðtal við barnasálfræðinginn Húgó Þórisson en hann lagði gífurlega áherslu á að styrkja foreldra í samskiptum og samtali við börn sín varðandi þessi mál. Námskeiðin Kjaftað um kynlíf eru flokkuð niður eftir aldurshópum barna en næstu fjórar vikur munu Makamál fjalla um algengar spurningar foreldra og efni tengt tilteknum aldurshópum. Hvetur foreldra til að byrja samtalið snemma Hver er ein algengasta spurningin sem þú færð frá foreldrum varðandi kynfræðslu og börn og unglinga? „Hvenær á ég að byrja að tala við barnið mitt/unglinginn minn? Þetta er það sem allir foreldrar spyrja sig, alveg óháð því hvort barnið sé fjögurra ára eða fimmtán ára. Ég hvet alla til að byrja bara sem fyrst og byrja á því að leggja grunninn að opnum og fallegum samskiptum og skapa þetta örugga rými svo börnin þeirra geti leitað til þeirra með stór mál og smá,“ segir Sigga. Sigga segir mjög algengt að börn frá unga aldri séu forvitin um kynfæri sín, rétt eins og aðra líkamshluta og foreldrar geti oft á tíðum verið óöryggir hvernig þeir eigi að bregðast við þegar börn eru að uppgötva kynfæri, snerta og kanna líkama sinn. Það er okkar foreldranna að grípa ekki inn í og banna og skamma heldur bara kenna hvar má koma við kynfæri sín og auðvitað hreinlæti í kjölfarið. Kynfærin eru næmir staðir og þegar börn kanna kynfæri sín er það hluti af því að læra inn á líkama sinn og hvað lætur þeim líða vel. „Það að börn komi við kynfæri sín er hluti af því að róa og sefa eigið kerfi og til að fá ákveðna losun og útrás. Þannig eru kynfærin meðal annars hönnuð.“ Námskeiðin Kjaftað um kynlíf eru skipt niður eftir fjórum aldurshópum en einnig hafa foreldrar kost á því að kaupa allan pakkann. Mikilvægt að foreldrar kenni börnum að setja og virða mörk Hvað eru börn ung þegar þessi forvitni yfirleitt kviknar? „Það er mjög misjafnt en mörgum börnum þykir mjög notalegt að vera smá ber að neðan við bleyjuskipti og svo við leikskólaaldurinn eru þau kannski farin að kanna kynfærin sín aðeins meira og vera forvitin um kynfæri jafnaldra sinna og jafnvel foreldra sinna. Hvaða foreldri kannast ekki við það að vera með barninu sínu inni á baði og fá yfir sig milljón spurningar um allt mögulegt um líkamann? Svo ef þú talar við leikskólakennara þá hafa þeir ofast heyrt margar sögur og pælingar frá börnum um þessi mál.“ Sigga segir mikilvægast að gera barninu grein fyrir því að það á sinn líkama og má kanna hann. Hún segir foreldra ekki þurfa að kenna börnum á líkama sinn heldur kenna þeim að setja eðlileg mörk og að þau viti að þetta sé þeirra líkami og aðrir eigi ekki að koma við kynfæri þeirra og þau ekki við kynfæri annarra. Ef foreldri þarf sem dæmi að bera krem á kynfæri barn síns þá er eðlilegt að spyrja barn, sem getur gefið samþykki fyrir því, áður en krem er borið á kynfærin eða jafnvel leyfa því að bera kremið á sig sjálft. Sigga segist skilja að foreldrar upplifi ákveðið óöryggi þegar kemur að því að fræða og ræða við börn sín um málefni tengd kynlífi og kynfærum. En það sé mikilvægt að kenna börnum að setja og virða eðlileg mörk og að þau viti að þau eigi líkama sinn sjálf. Börn eigi ekki að upplifa feluleik tengdan kynfærum Að gefa sér tíma til þess að útskýra fyrir börnunum, horfa í augun og vera til staðar, segir Sigga mikilvægt að allir foreldrar temji sér. „Gott er líka að taka það fram að kynfærin eru hluti af líkamanum en samt eitthvað sem hver og einn á með sér og það megi alltaf láta vita ef manni er illt eða finnst eitthvað skrýtið eða bara ef maður vill spyrja spurninga. Barnið á ekki að upplifa að það sé einhver feluleikur eða leyndarmál þegar kemur að kynfærunum.“ Er munur þarna á stelpum og strákum? „Nei, í raun ekki, börn eru bara misforvitin en kynjamunurinn felst aðallega í því hvernig foreldrarnir bregðast við og þar fá stúlkur frekar skammir en strákar. Píkur þykja kannski frekar sóðalegar, ef svo má að orði komast, en typpi krúttleg.“ Sigga segir mjög mikilvægt að foreldrar banni ekki og skammi börnin sín þegar kemur að spurningum eða áhuga á kynfærum sínum eða kynlífi. Hún segir að börn þurfi að upplifa traust og að vita það að allar spurningar séu leyfilegar svo að þau þori að spyrja og fræða sig. Getty Tala saman en ekki banna og skamma Foreldrar eiga oft á tíðum erfitt með að vita hvernig á að bregðast við í svona málum og segir Sigga eðlilegt að foreldrar viti ekki alltaf hvað sé réttast að gera og segja. Hvaða tilfinningar er algengt að foreldrar séu að kljást við þegar kemur að þessum málum? „Skömm og ótta við að þetta sé óeðlilegt. Foreldrar eiga það til að spegla sig líka við eigin uppeldi og hvernig var komið fram við þau. Flestir hefðu svo heitt og innilega viljað fá heilbrigðara samtal um líkamann og kynfærin frá unga aldri frá fólkinu sem það bar mest traust til, foreldranna.“ Aðspurð um það hvernig best er fyrir foreldra að bregðast við segir Sigga mikilvægast að taka samtalið og leyfa allar spurningar. Ekki skammast eða banna og ef barn vill koma við kynfærin sín að kenna þeim að þetta sé eitthvað sem við gerum í einrúmi, annað hvort inni í herbergi eða kannski í baði. Það má líka segja þeim að það sé eðlilegt að koma við kynfærin sín og að þykja það notalegt. Á námskeiðunum tekur Sigga fyrir nokkrar spurningar sem hún hefur fengið frá foreldrum og svarar þeim. Hún segir oft erfitt fyrir foreldra að spyrja því oft á tíðum eru þetta viðkvæm málefni sem getur reynst fólki erfitt að koma í orð. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dæmi um spurningar sem Sigga hefur fengið sendar frá foreldrum og svör hennar við þeim. Spurning: Ég hef tekið eftir því að dóttir mín, sem er 19 mánaða, snertir og strýkur kynfæri sín í frekar langan tíma og svo virðist sem hún fái smá krampa en slakar svo á og heldur þá aðeins áfram að fikta áður en hún hættir. Þetta gerist gjarnan þegar hún er í baði. Ekki getur verið að hún sé að fá fullnægingu? Er eitthvað hægt að gera í þessu? Svar: Þetta hljómar ansi líkt því að dóttir þín sé að fá fullnægingu en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Krampinn sem þú lýsir er vöðvasamdráttur og alveg eðlilegur. Passaðu bara að hún geri þetta í einrúmi, eins og í baði. Ekki skipta þér of mikið af þessu og alls ekki skamma hana né banna henni þetta. Þetta er næmur staður á líkamanum sem ánægjulegt er að snerta. Spurning: Ég á 5 ára gamla dóttur, sem er enn á leikskóla og hefur alltaf verið mikið fyrir að nudda á sér kynfærin. Hún gerir það að lágmarki tvisvar í viku. Ég hef reynt að stýra því þannig að hún geri það í einrúmi inni í herbergi, en það kemur fyrir að hún vilji fá að liggja þétt hjá mér og nudda sér upp við mig. Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Hvað segir þú við þessu? Svar: Það er gott að þú reynir að stýra henni til að gera þetta í einrúmi og þá með sjálfri sér. Það sem er áhyggjuefni í þessu sambandi er að hún noti þig til að nudda sér upp við. Hún er orðin það gömul að hún ætti að skilja að þetta skuli hún aðeins gera með sjálfri sér. Möguleg ástæða þess að hún leitar til þín er ákveðið öryggi; hún gæti verið að nota þetta sem leið til að róa sjálfa sig ef hún er óörugg. Það er því gott að aðskilja þetta tvennt og útskýra fyrir henni að þú sért enn til staðar þó hún geri þetta í einrúmi. Þegar hún er búin getið þið kúrt saman en á meðan hún er að gera þetta er best að hún sé ein inni í sínu herbergi. Þegar hún verður eldri og fer að skilja meira og mögulega ræða þetta við vini í skólanum, gæti skapast mikill misskilningur sem yrði til þess að hún upplifði þetta á neikvæðan hátt, jafnvel sem mikla skömm. Það væri því heppilegt að grípa inn í þetta áður en hún fer í grunnskóla og fær meira vit. Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sigga Dögg gaf út bókina Kjaftað um kynlíf árið 2014 en í bókinni var mikil áhersla lögð á það að fræða og styðja við foreldra þegar kemur að kynfræðslu barna og unglinga. Vill hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín „Það er svo lítið til af fróðleik fyrir foreldra í þessum málum og því ákvað ég í raun að breyta bókinni minni Kjaftað um kynlíf í myndbönd og gera úr því rafrænt námskeið fyrir foreldra. Það er svo mikið af spurningum sem foreldrar vilja fá svör við og því fannst mér svo kjörið að bjóða upp á svona námskeið þar sem foreldrar geta frætt sig um þessi mál á sínum eigin tíma, alveg frá grunni.“ Við gerð bókarinnar Kjaftað um kynlíf tók Sigga Dögg meðal annars viðtal við barnasálfræðinginn Húgó Þórisson en hann lagði gífurlega áherslu á að styrkja foreldra í samskiptum og samtali við börn sín varðandi þessi mál. Námskeiðin Kjaftað um kynlíf eru flokkuð niður eftir aldurshópum barna en næstu fjórar vikur munu Makamál fjalla um algengar spurningar foreldra og efni tengt tilteknum aldurshópum. Hvetur foreldra til að byrja samtalið snemma Hver er ein algengasta spurningin sem þú færð frá foreldrum varðandi kynfræðslu og börn og unglinga? „Hvenær á ég að byrja að tala við barnið mitt/unglinginn minn? Þetta er það sem allir foreldrar spyrja sig, alveg óháð því hvort barnið sé fjögurra ára eða fimmtán ára. Ég hvet alla til að byrja bara sem fyrst og byrja á því að leggja grunninn að opnum og fallegum samskiptum og skapa þetta örugga rými svo börnin þeirra geti leitað til þeirra með stór mál og smá,“ segir Sigga. Sigga segir mjög algengt að börn frá unga aldri séu forvitin um kynfæri sín, rétt eins og aðra líkamshluta og foreldrar geti oft á tíðum verið óöryggir hvernig þeir eigi að bregðast við þegar börn eru að uppgötva kynfæri, snerta og kanna líkama sinn. Það er okkar foreldranna að grípa ekki inn í og banna og skamma heldur bara kenna hvar má koma við kynfæri sín og auðvitað hreinlæti í kjölfarið. Kynfærin eru næmir staðir og þegar börn kanna kynfæri sín er það hluti af því að læra inn á líkama sinn og hvað lætur þeim líða vel. „Það að börn komi við kynfæri sín er hluti af því að róa og sefa eigið kerfi og til að fá ákveðna losun og útrás. Þannig eru kynfærin meðal annars hönnuð.“ Námskeiðin Kjaftað um kynlíf eru skipt niður eftir fjórum aldurshópum en einnig hafa foreldrar kost á því að kaupa allan pakkann. Mikilvægt að foreldrar kenni börnum að setja og virða mörk Hvað eru börn ung þegar þessi forvitni yfirleitt kviknar? „Það er mjög misjafnt en mörgum börnum þykir mjög notalegt að vera smá ber að neðan við bleyjuskipti og svo við leikskólaaldurinn eru þau kannski farin að kanna kynfærin sín aðeins meira og vera forvitin um kynfæri jafnaldra sinna og jafnvel foreldra sinna. Hvaða foreldri kannast ekki við það að vera með barninu sínu inni á baði og fá yfir sig milljón spurningar um allt mögulegt um líkamann? Svo ef þú talar við leikskólakennara þá hafa þeir ofast heyrt margar sögur og pælingar frá börnum um þessi mál.“ Sigga segir mikilvægast að gera barninu grein fyrir því að það á sinn líkama og má kanna hann. Hún segir foreldra ekki þurfa að kenna börnum á líkama sinn heldur kenna þeim að setja eðlileg mörk og að þau viti að þetta sé þeirra líkami og aðrir eigi ekki að koma við kynfæri þeirra og þau ekki við kynfæri annarra. Ef foreldri þarf sem dæmi að bera krem á kynfæri barn síns þá er eðlilegt að spyrja barn, sem getur gefið samþykki fyrir því, áður en krem er borið á kynfærin eða jafnvel leyfa því að bera kremið á sig sjálft. Sigga segist skilja að foreldrar upplifi ákveðið óöryggi þegar kemur að því að fræða og ræða við börn sín um málefni tengd kynlífi og kynfærum. En það sé mikilvægt að kenna börnum að setja og virða eðlileg mörk og að þau viti að þau eigi líkama sinn sjálf. Börn eigi ekki að upplifa feluleik tengdan kynfærum Að gefa sér tíma til þess að útskýra fyrir börnunum, horfa í augun og vera til staðar, segir Sigga mikilvægt að allir foreldrar temji sér. „Gott er líka að taka það fram að kynfærin eru hluti af líkamanum en samt eitthvað sem hver og einn á með sér og það megi alltaf láta vita ef manni er illt eða finnst eitthvað skrýtið eða bara ef maður vill spyrja spurninga. Barnið á ekki að upplifa að það sé einhver feluleikur eða leyndarmál þegar kemur að kynfærunum.“ Er munur þarna á stelpum og strákum? „Nei, í raun ekki, börn eru bara misforvitin en kynjamunurinn felst aðallega í því hvernig foreldrarnir bregðast við og þar fá stúlkur frekar skammir en strákar. Píkur þykja kannski frekar sóðalegar, ef svo má að orði komast, en typpi krúttleg.“ Sigga segir mjög mikilvægt að foreldrar banni ekki og skammi börnin sín þegar kemur að spurningum eða áhuga á kynfærum sínum eða kynlífi. Hún segir að börn þurfi að upplifa traust og að vita það að allar spurningar séu leyfilegar svo að þau þori að spyrja og fræða sig. Getty Tala saman en ekki banna og skamma Foreldrar eiga oft á tíðum erfitt með að vita hvernig á að bregðast við í svona málum og segir Sigga eðlilegt að foreldrar viti ekki alltaf hvað sé réttast að gera og segja. Hvaða tilfinningar er algengt að foreldrar séu að kljást við þegar kemur að þessum málum? „Skömm og ótta við að þetta sé óeðlilegt. Foreldrar eiga það til að spegla sig líka við eigin uppeldi og hvernig var komið fram við þau. Flestir hefðu svo heitt og innilega viljað fá heilbrigðara samtal um líkamann og kynfærin frá unga aldri frá fólkinu sem það bar mest traust til, foreldranna.“ Aðspurð um það hvernig best er fyrir foreldra að bregðast við segir Sigga mikilvægast að taka samtalið og leyfa allar spurningar. Ekki skammast eða banna og ef barn vill koma við kynfærin sín að kenna þeim að þetta sé eitthvað sem við gerum í einrúmi, annað hvort inni í herbergi eða kannski í baði. Það má líka segja þeim að það sé eðlilegt að koma við kynfærin sín og að þykja það notalegt. Á námskeiðunum tekur Sigga fyrir nokkrar spurningar sem hún hefur fengið frá foreldrum og svarar þeim. Hún segir oft erfitt fyrir foreldra að spyrja því oft á tíðum eru þetta viðkvæm málefni sem getur reynst fólki erfitt að koma í orð. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dæmi um spurningar sem Sigga hefur fengið sendar frá foreldrum og svör hennar við þeim. Spurning: Ég hef tekið eftir því að dóttir mín, sem er 19 mánaða, snertir og strýkur kynfæri sín í frekar langan tíma og svo virðist sem hún fái smá krampa en slakar svo á og heldur þá aðeins áfram að fikta áður en hún hættir. Þetta gerist gjarnan þegar hún er í baði. Ekki getur verið að hún sé að fá fullnægingu? Er eitthvað hægt að gera í þessu? Svar: Þetta hljómar ansi líkt því að dóttir þín sé að fá fullnægingu en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Krampinn sem þú lýsir er vöðvasamdráttur og alveg eðlilegur. Passaðu bara að hún geri þetta í einrúmi, eins og í baði. Ekki skipta þér of mikið af þessu og alls ekki skamma hana né banna henni þetta. Þetta er næmur staður á líkamanum sem ánægjulegt er að snerta. Spurning: Ég á 5 ára gamla dóttur, sem er enn á leikskóla og hefur alltaf verið mikið fyrir að nudda á sér kynfærin. Hún gerir það að lágmarki tvisvar í viku. Ég hef reynt að stýra því þannig að hún geri það í einrúmi inni í herbergi, en það kemur fyrir að hún vilji fá að liggja þétt hjá mér og nudda sér upp við mig. Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Hvað segir þú við þessu? Svar: Það er gott að þú reynir að stýra henni til að gera þetta í einrúmi og þá með sjálfri sér. Það sem er áhyggjuefni í þessu sambandi er að hún noti þig til að nudda sér upp við. Hún er orðin það gömul að hún ætti að skilja að þetta skuli hún aðeins gera með sjálfri sér. Möguleg ástæða þess að hún leitar til þín er ákveðið öryggi; hún gæti verið að nota þetta sem leið til að róa sjálfa sig ef hún er óörugg. Það er því gott að aðskilja þetta tvennt og útskýra fyrir henni að þú sért enn til staðar þó hún geri þetta í einrúmi. Þegar hún er búin getið þið kúrt saman en á meðan hún er að gera þetta er best að hún sé ein inni í sínu herbergi. Þegar hún verður eldri og fer að skilja meira og mögulega ræða þetta við vini í skólanum, gæti skapast mikill misskilningur sem yrði til þess að hún upplifði þetta á neikvæðan hátt, jafnvel sem mikla skömm. Það væri því heppilegt að grípa inn í þetta áður en hún fer í grunnskóla og fær meira vit.
Spurning: Ég hef tekið eftir því að dóttir mín, sem er 19 mánaða, snertir og strýkur kynfæri sín í frekar langan tíma og svo virðist sem hún fái smá krampa en slakar svo á og heldur þá aðeins áfram að fikta áður en hún hættir. Þetta gerist gjarnan þegar hún er í baði. Ekki getur verið að hún sé að fá fullnægingu? Er eitthvað hægt að gera í þessu? Svar: Þetta hljómar ansi líkt því að dóttir þín sé að fá fullnægingu en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Krampinn sem þú lýsir er vöðvasamdráttur og alveg eðlilegur. Passaðu bara að hún geri þetta í einrúmi, eins og í baði. Ekki skipta þér of mikið af þessu og alls ekki skamma hana né banna henni þetta. Þetta er næmur staður á líkamanum sem ánægjulegt er að snerta. Spurning: Ég á 5 ára gamla dóttur, sem er enn á leikskóla og hefur alltaf verið mikið fyrir að nudda á sér kynfærin. Hún gerir það að lágmarki tvisvar í viku. Ég hef reynt að stýra því þannig að hún geri það í einrúmi inni í herbergi, en það kemur fyrir að hún vilji fá að liggja þétt hjá mér og nudda sér upp við mig. Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Hvað segir þú við þessu? Svar: Það er gott að þú reynir að stýra henni til að gera þetta í einrúmi og þá með sjálfri sér. Það sem er áhyggjuefni í þessu sambandi er að hún noti þig til að nudda sér upp við. Hún er orðin það gömul að hún ætti að skilja að þetta skuli hún aðeins gera með sjálfri sér. Möguleg ástæða þess að hún leitar til þín er ákveðið öryggi; hún gæti verið að nota þetta sem leið til að róa sjálfa sig ef hún er óörugg. Það er því gott að aðskilja þetta tvennt og útskýra fyrir henni að þú sért enn til staðar þó hún geri þetta í einrúmi. Þegar hún er búin getið þið kúrt saman en á meðan hún er að gera þetta er best að hún sé ein inni í sínu herbergi. Þegar hún verður eldri og fer að skilja meira og mögulega ræða þetta við vini í skólanum, gæti skapast mikill misskilningur sem yrði til þess að hún upplifði þetta á neikvæðan hátt, jafnvel sem mikla skömm. Það væri því heppilegt að grípa inn í þetta áður en hún fer í grunnskóla og fær meira vit.
Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira