Oddvitaáskorunin: Lagðist yfir áætlanir og ársreikninga sveitarfélaga í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2021 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðmundur Gunnarsson leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Guðmundur Gunnarsson og skipa fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Fæddur á Ísafirði og ólst upp í Bolungarvík. Sonur Oddnýjar frá Ísafirði og Gunnars frá Siglufirði. Konan mín heitir Kristjana Milla og er mannauðsstjóri. Saman eigum við 10 ára dóttur og 19 ára son úr fyrra sambandi. Ég bjó í Bolungarvík uns ævintýraþráin greip mig um tvítugt. Varði þá nokkrum árum á flakki um heiminn. Fyrst við sjálfboðastörf í Honduras en síðan sem flugþjónn á Spáni.“ „Ég flutti loks heim og fór í Háskólann á Akureyri þar sem ég kláraði B.A. próf í fjölmiðlafræði. Það leiddi síðan til starfs hjá Rúv þar sem ég vann við fréttir og dagskrárgerð í sex ár. Fór svo í frekara nám og kláraði meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Síðan þá hef ég stýrt alþjóðasviði 66°NORÐUR, verið framkvæmdastjóri AFS á Íslandi og gegnt stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Síðasta árið hef ég tekið að mér ýmis verkefni fyrir sveitarfélög en lagði það til hliðar á vordögum til að geta helgað mig kosningabaráttunni. Ég elska að vera á fjöllum, hvort heldur sem er gangandi eða hlaupandi. Ég á rætur að rekja til Aðalvíkur og reyni að komast sem oftast á fjöll í friðlandinu á Hornströndum. Svo syng ég í karlakórnum Esju og það er mín helsta sálgæsla ásamt minni yndislegu fjölskyldu. Ég er mikill Vestfirðingur og alltaf haft mikinn áhuga á byggðamálum. Ég brenn fyrir málefni Norðvesturkjördæmis og finn að þar liggur mín ástríða. Alla mína ævi hef ég horft upp á heimahagana mína fyrir vestan mæta afgangi og gleymast. Það særir mína réttlætiskennd. Þessi ástríða birtist mér mjög sterkt í störfum mínum sem bæjarstjóri á Ísafirði. Ég er þeirrar einlægu skoðunar að harðduglega fólk um allt kjördæmið eigi meira og betra skilið. Það er hreint og klárt jafnréttismál að við mismunum ekki fólki út frá búsetu og sjáum til þess að allir eigi sambærilegan rétt á heilbrigðisþjónustu, samgöngum og öryggi. Ég er í Viðreisn vegna þess að ég á samleið með flokki réttlætiskenndar og nauðsynlegra kerfisbreytinga. Frjálsynd alþjóðasinnuð sýn flokksins talar sterkt til mín og trúi því að Viðreis geti farið fyrir og leitt raunverulegan viðsnúning í byggðaþróun landsins. Það munum við gera með nauðsynlegum kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði en ekki síður með því að losa okkur við ok krónunnar og stefna að auknu alþjóðasamstarfi. Við þurfum að rjúfa kyrrstöðuna um allt land og fara að keyra í gegn breytingar sem skipta venjulegt fólk máli. Það búa ómæld tækifæri í Norðvesturkjördæmi. Það er beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt að virkja kraftinn í fólkinu sem þar býr með því að fjárfesta í æðakerfi þorpanna. Hlúa betur að fjölmenningunni, skólunum og fyrirtækjunum. Ég finn að ég á erindi sem sterkur málsvari þess þriðjungs þjóðarinnar sem alltof oft gleymist að taka með í reikninginn þegar grunnþjónustunni er dreift um landið.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mýrar í Dýrafirði. Slær jafnvel fjallasýnina í Bolungarvík út. Hvað færðu þér í bragðaref? Panta aldrei bragðaref. Ég vann í sjoppu öll unglingsárin og man hvað það var óheyrilega leiðinlegt og tímafrekt að búa þetta til. Uppáhalds bók? Himnaríki og helvíti - Jón kalman Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Gullið á Raufarhöfn. Lúdó og Stefán koma mér alltaf í vandræðalega mikið stuð. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Seyðisfjörður hefur alltaf heillað mig. Sennilega vegna þess að það er einhver kunnuglegur vestfirksur blær yfir bænum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Eins nördalegt og það hljómar þá lagðist ég yfir áætlanir og ársreikninga allra sveitarfélaga á Íslandi. Undarlegir tímar laða fram undarlega hegðun. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd en veit þó að ég stóðst aldrei þrýstipróf Sigmundar í Sundlaug Bolungarvíkur. Hef hann reyndar grunaðan um að hafa legið á stönginni. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Fátt betra en morgunkaffi ofan í bragðið af tannkremi Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Stríðsfréttaritari. Það heillar spennufíkilinn í mér að standa í hringiðu átakanlegra atburða og greina söguna í rauntíma. Viðra þetta stundum heima fyrir, við litlar undirtektir. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Þú mátt rugla í hárinu mínu ef ég má rugla í þínu. Uppáhalds tónlistarmaður? Kári Allansson, bassaleikari. Besti fimmaurabrandarinn? Allir krakkarnir voru á fundi - nema Willum, hann var á pillum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Snjór upp að þakskeggi. Kraftgalli og skíðagleraugu. Snjónum mokað inn í anddyri til að búa til gat efst við hurðaropið svo við krakkarnir gætum skriðið út í blindbyl til að komast í skólann. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Allur þessi aragrúi ungra frambjóðenda í Viðreisn. Skarpgreindir og kjarkaðir einstaklingar sem brenna fyrir nauðsynlegar kerfisbreytingar, jafnrétti og raunverulegar loftslagsaðgerðir. Fyrirmyndir þurfa ekki alltaf að vera gamalmenni. Besta íslenska Eurovision-lagið? Lífið er lag með Módel. Skandall að það hafi ekki farið út árið 1987. Besta frí sem þú hefur farið í? Fyrsta ferðalagið okkar Millu saman. Vika á Hornströndum með allt á bakinu. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er alltaf til í sjoppupylsu. Sama hvernig mér líður. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Ég á svo erfitt með hjarðhegðun. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Pabbi kemur í heimsókn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ráðagóður sveitungi minn mætti óundirbúinn í krossapróf í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætti með tening og og kastaði upp á öll svörin með tilþrifum. Kláraði á mettíma og náði prófinu með glans. Það voru engin krossapróf árið eftir. Rómantískasta uppátækið? Konan mín fær stundum auka jólagjafir frá þjóðþekktum Svíum. Með hjartnæmum sænskum skilaboðum. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Guðmundur Gunnarsson og skipa fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Fæddur á Ísafirði og ólst upp í Bolungarvík. Sonur Oddnýjar frá Ísafirði og Gunnars frá Siglufirði. Konan mín heitir Kristjana Milla og er mannauðsstjóri. Saman eigum við 10 ára dóttur og 19 ára son úr fyrra sambandi. Ég bjó í Bolungarvík uns ævintýraþráin greip mig um tvítugt. Varði þá nokkrum árum á flakki um heiminn. Fyrst við sjálfboðastörf í Honduras en síðan sem flugþjónn á Spáni.“ „Ég flutti loks heim og fór í Háskólann á Akureyri þar sem ég kláraði B.A. próf í fjölmiðlafræði. Það leiddi síðan til starfs hjá Rúv þar sem ég vann við fréttir og dagskrárgerð í sex ár. Fór svo í frekara nám og kláraði meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Síðan þá hef ég stýrt alþjóðasviði 66°NORÐUR, verið framkvæmdastjóri AFS á Íslandi og gegnt stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Síðasta árið hef ég tekið að mér ýmis verkefni fyrir sveitarfélög en lagði það til hliðar á vordögum til að geta helgað mig kosningabaráttunni. Ég elska að vera á fjöllum, hvort heldur sem er gangandi eða hlaupandi. Ég á rætur að rekja til Aðalvíkur og reyni að komast sem oftast á fjöll í friðlandinu á Hornströndum. Svo syng ég í karlakórnum Esju og það er mín helsta sálgæsla ásamt minni yndislegu fjölskyldu. Ég er mikill Vestfirðingur og alltaf haft mikinn áhuga á byggðamálum. Ég brenn fyrir málefni Norðvesturkjördæmis og finn að þar liggur mín ástríða. Alla mína ævi hef ég horft upp á heimahagana mína fyrir vestan mæta afgangi og gleymast. Það særir mína réttlætiskennd. Þessi ástríða birtist mér mjög sterkt í störfum mínum sem bæjarstjóri á Ísafirði. Ég er þeirrar einlægu skoðunar að harðduglega fólk um allt kjördæmið eigi meira og betra skilið. Það er hreint og klárt jafnréttismál að við mismunum ekki fólki út frá búsetu og sjáum til þess að allir eigi sambærilegan rétt á heilbrigðisþjónustu, samgöngum og öryggi. Ég er í Viðreisn vegna þess að ég á samleið með flokki réttlætiskenndar og nauðsynlegra kerfisbreytinga. Frjálsynd alþjóðasinnuð sýn flokksins talar sterkt til mín og trúi því að Viðreis geti farið fyrir og leitt raunverulegan viðsnúning í byggðaþróun landsins. Það munum við gera með nauðsynlegum kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði en ekki síður með því að losa okkur við ok krónunnar og stefna að auknu alþjóðasamstarfi. Við þurfum að rjúfa kyrrstöðuna um allt land og fara að keyra í gegn breytingar sem skipta venjulegt fólk máli. Það búa ómæld tækifæri í Norðvesturkjördæmi. Það er beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt að virkja kraftinn í fólkinu sem þar býr með því að fjárfesta í æðakerfi þorpanna. Hlúa betur að fjölmenningunni, skólunum og fyrirtækjunum. Ég finn að ég á erindi sem sterkur málsvari þess þriðjungs þjóðarinnar sem alltof oft gleymist að taka með í reikninginn þegar grunnþjónustunni er dreift um landið.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mýrar í Dýrafirði. Slær jafnvel fjallasýnina í Bolungarvík út. Hvað færðu þér í bragðaref? Panta aldrei bragðaref. Ég vann í sjoppu öll unglingsárin og man hvað það var óheyrilega leiðinlegt og tímafrekt að búa þetta til. Uppáhalds bók? Himnaríki og helvíti - Jón kalman Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Gullið á Raufarhöfn. Lúdó og Stefán koma mér alltaf í vandræðalega mikið stuð. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Seyðisfjörður hefur alltaf heillað mig. Sennilega vegna þess að það er einhver kunnuglegur vestfirksur blær yfir bænum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Eins nördalegt og það hljómar þá lagðist ég yfir áætlanir og ársreikninga allra sveitarfélaga á Íslandi. Undarlegir tímar laða fram undarlega hegðun. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd en veit þó að ég stóðst aldrei þrýstipróf Sigmundar í Sundlaug Bolungarvíkur. Hef hann reyndar grunaðan um að hafa legið á stönginni. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Fátt betra en morgunkaffi ofan í bragðið af tannkremi Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Stríðsfréttaritari. Það heillar spennufíkilinn í mér að standa í hringiðu átakanlegra atburða og greina söguna í rauntíma. Viðra þetta stundum heima fyrir, við litlar undirtektir. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Þú mátt rugla í hárinu mínu ef ég má rugla í þínu. Uppáhalds tónlistarmaður? Kári Allansson, bassaleikari. Besti fimmaurabrandarinn? Allir krakkarnir voru á fundi - nema Willum, hann var á pillum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Snjór upp að þakskeggi. Kraftgalli og skíðagleraugu. Snjónum mokað inn í anddyri til að búa til gat efst við hurðaropið svo við krakkarnir gætum skriðið út í blindbyl til að komast í skólann. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Allur þessi aragrúi ungra frambjóðenda í Viðreisn. Skarpgreindir og kjarkaðir einstaklingar sem brenna fyrir nauðsynlegar kerfisbreytingar, jafnrétti og raunverulegar loftslagsaðgerðir. Fyrirmyndir þurfa ekki alltaf að vera gamalmenni. Besta íslenska Eurovision-lagið? Lífið er lag með Módel. Skandall að það hafi ekki farið út árið 1987. Besta frí sem þú hefur farið í? Fyrsta ferðalagið okkar Millu saman. Vika á Hornströndum með allt á bakinu. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er alltaf til í sjoppupylsu. Sama hvernig mér líður. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Ég á svo erfitt með hjarðhegðun. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Pabbi kemur í heimsókn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ráðagóður sveitungi minn mætti óundirbúinn í krossapróf í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætti með tening og og kastaði upp á öll svörin með tilþrifum. Kláraði á mettíma og náði prófinu með glans. Það voru engin krossapróf árið eftir. Rómantískasta uppátækið? Konan mín fær stundum auka jólagjafir frá þjóðþekktum Svíum. Með hjartnæmum sænskum skilaboðum.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira