„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 11:53 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að auka umræðu um utanríkismál, bæði í samfélaginu og á þingi. Vísir/Hanna „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni.
Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira