Jón Viðar segir nýju Abbalögin klén Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2021 09:13 Eftir að rykið tók að setjast, hrifningin vegna tveggja nýrra Abba-laga og tíðinda af nýrri plötu og tónleikaferð tók Jón Viðar til við að rýna í nýju afurðirnar. Og hann er ekki hrifinn. Hinn óttalausi gagnrýnandi og fræðimaður, Jón Viðar Jónsson, varpaði sprengju á Facebook nú í kvöld þegar hann lýsti því yfir að nýju Abbalögin væru léleg um leið og hann kallaði sænsku ofurstjörnurnar uppvakninga. Vart hefur farið fram hjá aðdáendum hinnar fornfrægu hljómsveitar að þau voru að senda frá sér tvö ný lög og er að vænta nýrrar plötu og hljómleikaferð um heiminn. Fréttastofan sló vitaskuld þessum stórtíðindum úr tónlistarheiminum upp. Viðtökur hafa almennt verið góðar og má segja að gamlir aðdáendur haldi vart vatni. En það voru fyrstu viðbrögð. Jón Viðar, sem stundum er kallaður gagnrýnandi Íslands vegna á stundum óvæginnar leikhúsgagnrýni sinnar í gegnum tíðina, er hins vegar ekki hrifinn. Hann varð fyrir vonbrigðum. „Engar melódíur sem halda áfram að syngja fyrir innri eyrum manns, löngu eftir að maður hefur hlustað á þau, eins og svo mörg af gömlu lögunum. Ég sé á youtube að þar er fullt af fólki sem á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni af þessum uppvakningum,“ segir Jón Viðar undrandi. Og varpar spurningu út í sýndarveruleikann: „Getur verið að ég sé að missa af einhverju? Eða eru hér í bergmálshellinum einhverjir sammála mér?“ Ofbeldi Abba-kynslóðarinnar Og það kemur á daginn, óvænt í ljósi mikillar hrifningar sem braust út eftir útkomu nýju laganna tveggja, að ýmsir gefa sig fram sem eru Jóni Viðari sammála. Sigurlaug Halldórsdóttir flugfreyja, eiginkona Pálma Gestssonar leikara sem tók Jón Viðar oft fyrir í Spaugstofunni, segist vera sammála. „Í fyrsta sinn í sögunni.“ Og ýmsir innan tónlistargeirans eru það einnig. Jónas Sen, sem fengist hefur við að gagnrýna klassíska tónlist, er alveg sammmála. „Þetta er ferlegt.“ Og Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpskona, sem einnig er sérfróð á sviði klassískrar tónlistar, segist sammála: „Agalega leiðinleg lög - og eins og tekin útúr einhverrri formúlu - ekki vel flutt heldur. Þetta er ofbeldi Abba-kynslóðarinnar sem ég tilheyri víst en þoldi aldrei þessa músík,“ og hlær við. Rokkhólmseinkenni og gott skap Jóns Viðars Og það er ekki bara klassíski geirinn sem tekur undir með Jóni Viðari. Hann fær óvæntan stuðning úr dauðarokkdeildinni. Flosi Þorgeirsson úr hljómsveitinni Ham, sem einmitt flutti óvænt Abbalag á sínum tíma, talar um rokkhólmseinkenni: „Sú trú að tónlistarfólk sem einu sinni var á hátindi, hljóti alltaf að vera þar. Sama gerðist þegar Bob Dylan gaf út þrautleiðinlega plötu á síðasta ári. Þetta nýja ABBA kemst ekki í hálfkvisti við þeirra gamla efni. Hér ber ekkert á hinum einstaka gleðihljómi sem virtist fullur vonar en einnig litaður einhverri sorg og nostalgíu. Þetta er tilþrifalítið og innihaldsrýrt.“ Og haldi einhver að afstaða Jóns Viðars grundvallist á eðlislægri neikvæðni skrúfar hann snarlega fyrir allar slíkar vangaveltur með yfirlýsingu: „Tek skýrt fram að ég er mjög hrifinn af gömlu lögunum þeirra. Sum þeirra koma mér alltaf í gott skap!“ Tónlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Vart hefur farið fram hjá aðdáendum hinnar fornfrægu hljómsveitar að þau voru að senda frá sér tvö ný lög og er að vænta nýrrar plötu og hljómleikaferð um heiminn. Fréttastofan sló vitaskuld þessum stórtíðindum úr tónlistarheiminum upp. Viðtökur hafa almennt verið góðar og má segja að gamlir aðdáendur haldi vart vatni. En það voru fyrstu viðbrögð. Jón Viðar, sem stundum er kallaður gagnrýnandi Íslands vegna á stundum óvæginnar leikhúsgagnrýni sinnar í gegnum tíðina, er hins vegar ekki hrifinn. Hann varð fyrir vonbrigðum. „Engar melódíur sem halda áfram að syngja fyrir innri eyrum manns, löngu eftir að maður hefur hlustað á þau, eins og svo mörg af gömlu lögunum. Ég sé á youtube að þar er fullt af fólki sem á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni af þessum uppvakningum,“ segir Jón Viðar undrandi. Og varpar spurningu út í sýndarveruleikann: „Getur verið að ég sé að missa af einhverju? Eða eru hér í bergmálshellinum einhverjir sammála mér?“ Ofbeldi Abba-kynslóðarinnar Og það kemur á daginn, óvænt í ljósi mikillar hrifningar sem braust út eftir útkomu nýju laganna tveggja, að ýmsir gefa sig fram sem eru Jóni Viðari sammála. Sigurlaug Halldórsdóttir flugfreyja, eiginkona Pálma Gestssonar leikara sem tók Jón Viðar oft fyrir í Spaugstofunni, segist vera sammála. „Í fyrsta sinn í sögunni.“ Og ýmsir innan tónlistargeirans eru það einnig. Jónas Sen, sem fengist hefur við að gagnrýna klassíska tónlist, er alveg sammmála. „Þetta er ferlegt.“ Og Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpskona, sem einnig er sérfróð á sviði klassískrar tónlistar, segist sammála: „Agalega leiðinleg lög - og eins og tekin útúr einhverrri formúlu - ekki vel flutt heldur. Þetta er ofbeldi Abba-kynslóðarinnar sem ég tilheyri víst en þoldi aldrei þessa músík,“ og hlær við. Rokkhólmseinkenni og gott skap Jóns Viðars Og það er ekki bara klassíski geirinn sem tekur undir með Jóni Viðari. Hann fær óvæntan stuðning úr dauðarokkdeildinni. Flosi Þorgeirsson úr hljómsveitinni Ham, sem einmitt flutti óvænt Abbalag á sínum tíma, talar um rokkhólmseinkenni: „Sú trú að tónlistarfólk sem einu sinni var á hátindi, hljóti alltaf að vera þar. Sama gerðist þegar Bob Dylan gaf út þrautleiðinlega plötu á síðasta ári. Þetta nýja ABBA kemst ekki í hálfkvisti við þeirra gamla efni. Hér ber ekkert á hinum einstaka gleðihljómi sem virtist fullur vonar en einnig litaður einhverri sorg og nostalgíu. Þetta er tilþrifalítið og innihaldsrýrt.“ Og haldi einhver að afstaða Jóns Viðars grundvallist á eðlislægri neikvæðni skrúfar hann snarlega fyrir allar slíkar vangaveltur með yfirlýsingu: „Tek skýrt fram að ég er mjög hrifinn af gömlu lögunum þeirra. Sum þeirra koma mér alltaf í gott skap!“
Tónlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira