Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 19:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir. Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira