„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2021 14:45 „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína. Vísir/Vilhelm/Getty Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað. „Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“ Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
„Enginn ráðamanna mætti. Sjálfstætt starfandi listamenn og einyrkjar í menningargeiranum athugið! Ekki einn ráðherra úr ríkisstjórn mætti á málþing Bandalags íslenskra listamanna um helgina sem leið. Ekki einn. Velkomin út á Guð og gaddinn og reynið nú bara að fá ykkur ALMENNILEGA vinnu!“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. Henni þykir fjarvera ráðamanna meinleg, svo mjög að átakanleg er orð sem nær ekki yfir hvað henni sýnist um það. „Frekar finnst mér það merkileg hyskni af hendi ráðherra fjármála og menntamála að sýna sig ekki og þar með segja að málið sé þeim óviðkomandi,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi og gefur engan afslátt: „Sjálfstætt starfandi einyrkjar í bransanum munu ganga til kosninga eins og aðrir.“ Hrun sé litið til starfsumhverfis listamanna Á þinginu var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin en samkomubann vegna sóttvarna hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir listamenn og hefur svipt fjölda þeirra öllum möguleikum á að starfa og afla tekna. „Þetta algera hrun hefur afhjúpað hversu erfiðlega listamönnum gengur að nýta þau úrræði sem eiga að grípa fólk við slík áföll á vinnumarkaði. Ósveigjanlegar útlínur regluverksins ná illa utan um flókið og margbreytilegt starfsumhverfi listamanna og ólík ráðningarform,“ segir í kynningu á þinginu. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir það meinlegt að ráðamenn hafi hvorki látið sjá sig né sent fulltrúa sinn á þingið þar sem eitt af stóru málunum voru til umfjöllunar.Vísir Þeir sem höfðu framsögu á þinginu voru Erling Jóhannesson, Forseti Bandalags íslenskra listamanna, Jakob Tryggvason, Formaður félags tæknifólks, Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. En hann fór með mál Þóru Einarsdóttur söngkonu gegn Íslensku óperunni, sem tengist stöðu listamanna. Eitt af stóru málunum Erling forseti BÍL segir að ekki hafi verið send formleg fundarboð á ráðamenn en þeim hafi engu að síður mátt vera dagljóst að þingið, sem fram fór í Iðnó, væri á dagskrá. Í hlaðvarpi sem finna má á heimasíðu BÍL hefur verið fjallað mikið um veikleika sem birtist í starfsumhverfi listamanna auk þess sem þetta sé víðtækra vandamál með þeim gagngeru breytingum sem vinnumarkaðurinn hafi tekið. „Þetta hefur verið fyrirferðarmikil umræða við forystumenn allra flokka,“ segir Erling sem telur, líkt og Steinunn Ólína, óforsvaranlegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki látið sjá sig. „Þetta er eitt af stóru málunum í tiltekt á reglugerðarfargani vinnumarkaðarins á næstu árum. Við erum að tala um löggjöf sem sett var 1938. Sá er grunnur vinnumarkaðarins. Þegar bútasaumi og klastrinu er bætt við reglugerð gerir það þetta allt enn flóknara, og flóknara …“
Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leikhús Myndlist Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira