Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Snorri Másson skrifar 5. september 2021 12:07 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00
Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18