Óttaðist um líf sitt: Hélt ég myndi aldrei sjá konu mína og börn aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 12:01 Patrick Reed fagnaði sigri á Masters-mótinu árið 2018, og fékk þá hinn fræga græna jakka. Vísir/Getty Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed segist hafa farið niður dimman dal er hann barðist fyrir lífi sínu vegna tvöfaldrar lungnabólgu í síðasta mánuði. Hann er mættur aftur á völlinn á Tour Championship-mótið sem stendur yfir. Reed var í viðtali eftir fyrsta hringinn á Tour Championship, sem fer fram á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Hann var óvænt mættur á mótið eftir að hafa nýlega fengið lungnabólgu í bæði lungu. Hann þurfti að vera á spítala í tæpa viku vegna þess þar sem hann segir hafa verið hræðilega reynslu, sérstaklega vegna kórónuveirufaraldursins. „Vegna þess hvernig spítalar eru þessa dagana út af Covid, er fólki ekki hleypt þar inn, svo maður er einn þarna, segir Reed. Ég held ég hafi verið þarna í fimm eða sex daga, ég veit ekki nákvæmlega hve lengi. Ég man ekki nákvæman tímaramma sem ég var á spítalanum en manni leið eins og það væri heil eilífð.“ segir Reed. Hann segir þá að læknar hafi sagt honum að hann væri í mjög slæmu ásigkomulagi. Þeir hvöttu hann til að vera í eins miklu sambandi við fjölskyldu sína og hann gat. „Svo ég er fastur þarna og þessa fyrstu tvo daga er það eina sem ég hugsa að ég muni ekki geta kvatt börnin mín. Ég muni ekki geta sagt þeim að ég elski þau. Ég mun ekki geta sagt konunni minni að ég elski hana og knúsað hana.“ segir Reed. „Þetta sendir mann klárlega á myrkan stað, sérstaklega þessa fyrstu tvo daga. En ég er svo ánægður að hafa haft svo gott teymi og ótrúlega lækna sem unnu með mér og hjálpuðu mér í gegnum þetta,“ Ergjandi að höggin séu ekki þau bestu en vill keppa á Ryder Reed er nú mættur á Tour Championship-mótið sem er það síðasta á tímabilinu á PGA-mótaröðinni vestanhafs. Hann segist enn vera ryðgaður eftir veikindin og að hann sé aðeins mættur á mótið til að reyna að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjanna. „Það er dálítið ergjandi að geta ekki hitt skotin og virkilega finna ákveðna hluti ennþá, en ég tók hellings tíma í frí. Ég meina, ég var að berjast fyrir lífi mínu og það góða er að nú get ég komist aftur í fullt fjör, vonandi.“ segir Reed. Ryder Cup fer fram 24.-26. september en þar mætast sveitir Bandaríkjanna og Evrópu í árlegri keppni. Á sunnudaginn, eftir að keppni á Tour Championship lýkur, mun Steve Stricker, fyrirliði Bandaríkjanna, velja sex leikmenn í bandaríska hópinn. Þriðji hringur Tour Championship hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Bandaríkin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Reed var í viðtali eftir fyrsta hringinn á Tour Championship, sem fer fram á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Hann var óvænt mættur á mótið eftir að hafa nýlega fengið lungnabólgu í bæði lungu. Hann þurfti að vera á spítala í tæpa viku vegna þess þar sem hann segir hafa verið hræðilega reynslu, sérstaklega vegna kórónuveirufaraldursins. „Vegna þess hvernig spítalar eru þessa dagana út af Covid, er fólki ekki hleypt þar inn, svo maður er einn þarna, segir Reed. Ég held ég hafi verið þarna í fimm eða sex daga, ég veit ekki nákvæmlega hve lengi. Ég man ekki nákvæman tímaramma sem ég var á spítalanum en manni leið eins og það væri heil eilífð.“ segir Reed. Hann segir þá að læknar hafi sagt honum að hann væri í mjög slæmu ásigkomulagi. Þeir hvöttu hann til að vera í eins miklu sambandi við fjölskyldu sína og hann gat. „Svo ég er fastur þarna og þessa fyrstu tvo daga er það eina sem ég hugsa að ég muni ekki geta kvatt börnin mín. Ég muni ekki geta sagt þeim að ég elski þau. Ég mun ekki geta sagt konunni minni að ég elski hana og knúsað hana.“ segir Reed. „Þetta sendir mann klárlega á myrkan stað, sérstaklega þessa fyrstu tvo daga. En ég er svo ánægður að hafa haft svo gott teymi og ótrúlega lækna sem unnu með mér og hjálpuðu mér í gegnum þetta,“ Ergjandi að höggin séu ekki þau bestu en vill keppa á Ryder Reed er nú mættur á Tour Championship-mótið sem er það síðasta á tímabilinu á PGA-mótaröðinni vestanhafs. Hann segist enn vera ryðgaður eftir veikindin og að hann sé aðeins mættur á mótið til að reyna að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjanna. „Það er dálítið ergjandi að geta ekki hitt skotin og virkilega finna ákveðna hluti ennþá, en ég tók hellings tíma í frí. Ég meina, ég var að berjast fyrir lífi mínu og það góða er að nú get ég komist aftur í fullt fjör, vonandi.“ segir Reed. Ryder Cup fer fram 24.-26. september en þar mætast sveitir Bandaríkjanna og Evrópu í árlegri keppni. Á sunnudaginn, eftir að keppni á Tour Championship lýkur, mun Steve Stricker, fyrirliði Bandaríkjanna, velja sex leikmenn í bandaríska hópinn. Þriðji hringur Tour Championship hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Bandaríkin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira