Mikil vandræði hafa verið á greiðslukerfi SaltPay í kvöld sem hafa valdið því að greiðslur komast ekki í gegn. Fyrirtækið þjónustar mikinn fjölda fyrirtækja og því hefur árásin haft áhrif á marga. Andrés Jónsson samskiptafulltrúi SaltPay segir kerfi fyrirtækisins vera komið í eðlilegt horf.
Í tilkynningunni segir að um sé ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem þýðir að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum.
SaltPay segir árásina þegar hafa verið tilkynnta CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu.