Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Eyjum fallið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2021 21:26 Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Vestmannaeyjum er nú endanlega fallið eftir að fyrsta konan var tekin formlega inn í félagið. Konan segist vilja gera strákahluti. Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend Vestmannaeyjar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend
Vestmannaeyjar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira