Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 22:21 Adam Geir brotnaði á þremur hryggjarliðum eftir að hann reyndi að leika Sveppadýfuna eftir. Vísir Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“ Vesturbyggð Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“
Vesturbyggð Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira