Oddvitaáskorunin: Forfallinn Liverpool-unnandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2021 09:31 Þingmenn Viðreisnar komu fram í ABBA búningum og tóku lagið á milliþingi flokksins 2019. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. „Ég heiti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og skipa fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Ég er jafnframt formaður þess góð flokks. Ég er dóttir þeirra Gunnars Eyjólfssonar, leikara og Katrínar Arason, deildarstjóra. Ég hef verið gift Kristjáni Arasyni í meira en þrjátíu ár og saman eigum við þau Gunnar Ara, Gísla Þorgeir og Katrínu Erlu. Og svo Birtu okkar, sem er gulur labrador. Við búum saman í Hafnarfirði og erum öll miklir Hafnfirðingar.“ „Ég hef setið á Alþingi, fyrir utan hlé í eitt kjörtímabil, síðan á síðustu öld. Ég hef samt komið víða við. Er lögfræðingur að mennt og starfaði stuttlega sem slíkur. Hef einnig starfað sem yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins og hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég hef gegnt embætti menntamálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gegnum tíðina auk þess að koma við við í þinginu. Ég hef því mjög víðtæka reynslu af stjórnmálunum. Séð margt fallegt og annað miður fallegt. Upplifað sigra og sorgir. En það er samt alltaf eitthvað sem dregur mig að þessum vettvangi. Að fá tækifæri til að gera gagn fyrir samfélagið okkar. Ég er viss um að rödd Viðreisnar hafi aldrei verið mikilvægari en nú. Rödd frjálslyndis, jafnréttis og alþjóðasamvinnu. Rödd sem hefur mannúð og mannvirðingu að leiðarljósi og treystir fólki til að taka ákvarðanir um sitt líf, svo lengi sem það meiðir ekki aðra. Frelsi með ábyrgð. Viðreisn ætlar að beita sér fyrir auknum gengisstöðugleika með því að gera gagnkvæma samninga um gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Við verðum að koma á fyrirsjáanleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við leggjum líka ríka áherslu á loftslagsmálin - við fengum rauða flaggið í andlitið á dögunum og verðum að bregðast við. Með hvötum, hugviti og raunverulegum aðgerðum sem virka. Ég er annars forfallinn Liverpool-unnandi, elska að dansa og njóta samvista með fjölskyldunni minni. Og hlakka mikið til kosningabaráttunnar framundan með fólkinu mínu.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru nokkrir en Þingvellir eru alltaf fyrsti staðurinn sem kemur upp. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, Nóa kropp, snickers og svo meiri lakkrís. Uppáhalds bók? Laxdæla, Svar við bréfi Helgu og svo er ég alltaf hrifin af Paulo Coelho rithöfundi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hef gaman að allri tónlist og skammast mín ekkert fyrir að segja það. En Dancing in the Moonlight (Toploader) og Lady Marmalade með Christinu Aguilera gera allt skemmtilegra. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ölfusi, í sveitinni minni. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Bridgerton var þarna og svo gekk ég meira en oftast. Þorgerður ásamt hundinum Birtu. Hvað tekur þú í bekk? Ekki nóg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf eftir morgunmat! Hitt eyðileggur bragðið og gerir morgunmatinn tilgangslausan. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dýralæknir, helst á Suðurlandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Maurahópur hafði komið sér fyrir á fíl sem var orðinn eitthvað pirraður á maurahrúgunni á hálsinum. Fíllinn hristi þá alla af sér nema Andrés. Hinir hoppuðu um á jörðinni og kölluðu af krafti: Kyrktu hann, Andrés, kyrktu hann! Ein sterkasta minningin úr æsku? Mamma að kreista safa úr einni appelsínu fyrir okkur systur og ég að fara með pabba til hestanna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær eru margar sterkar fyrirmyndirnar þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim í öllu; held mikið upp á Angelu Merkel og Ingibjörgu Sólrúnu. Besta íslenska Eurovision-lagið? This is my life – er alltaf grípandi og gott. Svo auðvitað All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Það síðasta – með allri fjölskyldunni um Þýskaland og Prag. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur 180 gramma hamborgari, vel steiktar franskar, kokteilsósa og kók. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Allt með Gyðu Sól er geggjað. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Almennt séð – djammið! Rómantískasta uppátækið? Kristján er enn að bíða eftir gjöfinni sem innihélt rómantíska gönguferð á Esju. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. „Ég heiti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og skipa fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Ég er jafnframt formaður þess góð flokks. Ég er dóttir þeirra Gunnars Eyjólfssonar, leikara og Katrínar Arason, deildarstjóra. Ég hef verið gift Kristjáni Arasyni í meira en þrjátíu ár og saman eigum við þau Gunnar Ara, Gísla Þorgeir og Katrínu Erlu. Og svo Birtu okkar, sem er gulur labrador. Við búum saman í Hafnarfirði og erum öll miklir Hafnfirðingar.“ „Ég hef setið á Alþingi, fyrir utan hlé í eitt kjörtímabil, síðan á síðustu öld. Ég hef samt komið víða við. Er lögfræðingur að mennt og starfaði stuttlega sem slíkur. Hef einnig starfað sem yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins og hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég hef gegnt embætti menntamálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gegnum tíðina auk þess að koma við við í þinginu. Ég hef því mjög víðtæka reynslu af stjórnmálunum. Séð margt fallegt og annað miður fallegt. Upplifað sigra og sorgir. En það er samt alltaf eitthvað sem dregur mig að þessum vettvangi. Að fá tækifæri til að gera gagn fyrir samfélagið okkar. Ég er viss um að rödd Viðreisnar hafi aldrei verið mikilvægari en nú. Rödd frjálslyndis, jafnréttis og alþjóðasamvinnu. Rödd sem hefur mannúð og mannvirðingu að leiðarljósi og treystir fólki til að taka ákvarðanir um sitt líf, svo lengi sem það meiðir ekki aðra. Frelsi með ábyrgð. Viðreisn ætlar að beita sér fyrir auknum gengisstöðugleika með því að gera gagnkvæma samninga um gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Við verðum að koma á fyrirsjáanleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Við leggjum líka ríka áherslu á loftslagsmálin - við fengum rauða flaggið í andlitið á dögunum og verðum að bregðast við. Með hvötum, hugviti og raunverulegum aðgerðum sem virka. Ég er annars forfallinn Liverpool-unnandi, elska að dansa og njóta samvista með fjölskyldunni minni. Og hlakka mikið til kosningabaráttunnar framundan með fólkinu mínu.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru nokkrir en Þingvellir eru alltaf fyrsti staðurinn sem kemur upp. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, Nóa kropp, snickers og svo meiri lakkrís. Uppáhalds bók? Laxdæla, Svar við bréfi Helgu og svo er ég alltaf hrifin af Paulo Coelho rithöfundi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hef gaman að allri tónlist og skammast mín ekkert fyrir að segja það. En Dancing in the Moonlight (Toploader) og Lady Marmalade með Christinu Aguilera gera allt skemmtilegra. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ölfusi, í sveitinni minni. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Bridgerton var þarna og svo gekk ég meira en oftast. Þorgerður ásamt hundinum Birtu. Hvað tekur þú í bekk? Ekki nóg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf eftir morgunmat! Hitt eyðileggur bragðið og gerir morgunmatinn tilgangslausan. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dýralæknir, helst á Suðurlandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Maurahópur hafði komið sér fyrir á fíl sem var orðinn eitthvað pirraður á maurahrúgunni á hálsinum. Fíllinn hristi þá alla af sér nema Andrés. Hinir hoppuðu um á jörðinni og kölluðu af krafti: Kyrktu hann, Andrés, kyrktu hann! Ein sterkasta minningin úr æsku? Mamma að kreista safa úr einni appelsínu fyrir okkur systur og ég að fara með pabba til hestanna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær eru margar sterkar fyrirmyndirnar þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim í öllu; held mikið upp á Angelu Merkel og Ingibjörgu Sólrúnu. Besta íslenska Eurovision-lagið? This is my life – er alltaf grípandi og gott. Svo auðvitað All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Það síðasta – með allri fjölskyldunni um Þýskaland og Prag. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur 180 gramma hamborgari, vel steiktar franskar, kokteilsósa og kók. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Allt með Gyðu Sól er geggjað. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Almennt séð – djammið! Rómantískasta uppátækið? Kristján er enn að bíða eftir gjöfinni sem innihélt rómantíska gönguferð á Esju.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira