Innlent

Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Fundi fólksins á Akureyri 2019.
Frá Fundi fólksins á Akureyri 2019. Fundur fólksins

Fundur fólksins heldur áfram í Vatnsmýrinni í dag. Stærstur hluti fundarins fer fram í Norræna húsinu og Grósku og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri fundarins, tjáði Vísi í vikunni að fólk ætti ekki að láta viðburði á fundinum fara fram hjá sér. Um sé að ræða einstakt tækifæri til að ná samtali við þá sem stjórna. Sess fundarins aukist með hverju ári.

„En á sambærilegum fundum hinna Norðurlandanna hafa fundirnir fengið þann sess, að það er nánast enginn maður með mönnum - og þá er sérstaklega átt við félagasamtök, stjórnmálamenn og fjölmiðla - nema að vera virkir þátttakendur á fundunum,“ segir Pála.

Að neðan má sjá beint streymi frá dagskránni í Norræna húsinu annars vegar og Grósku hins vegar. Útsending hefst klukkan 11. Dagskrána má sjá neðst í fréttinni.

Norræna húsið.

Gróska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×