Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 14:00 Hugh lenti við Sólfarið á Sæbraut í dag, 29 dögum eftir að hann lagði af stað í hringferð um landið frá sama stað. Vísir/Sigurjón Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira