Lífið

Jóhanna Guðrún og Davíð hvort í sína áttina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tóku lagið í Hellisgerði síðustu jól.
Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tóku lagið í Hellisgerði síðustu jól. Vísir/Egill

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hafa endað hjónaband sitt. Jóhanna Guðrún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Smartland sagði fyrst frá. Jóhanna Guðrún og Davíð giftu sig árið 2018 og fjallaði Vísir ítarlega um brúðkaupið á sínum tíma. Þau hafa verið áberandi í tónlistarlífinu hér á landi í gegnum árin og hafa unnið að mörgum verkefnum saman. Einnig hafa þau saman séð um kórstarf Vídalínskirkju.

„Í raun og veru kemur okkur best saman í tónlistinni. Það er svona frekar karakterarnir okkar sem klessa saman í okkar daglega lífi. Við erum bæði góð í því sem við gerum, hann er náttúrulega alveg stjarnfræðilega klár. 

Ég hef bara aldrei neitt út á hann að setja í tónlist, hann er fullkominn þar. En svo erum við bæði ófullkomin sem manneskjur í lífinu og það er þá frekar þar sem okkur lendir saman heldur en í tónlistinni, blessunarlega. 

Okkur gengur alltaf vel saman, við erum svolítið sálufélagar í tónlist,“ sagði Jóhanna Guðrún í viðtali hér á Vísi fyrir tveimur árum. 

Davíð spilaði ekki með Jóhönnu Guðrúnu þegar hún söng í Brekkusöngnum í ár en hann var sýndur í streymi. Hvort þau muni vinna áfram saman að verkefnum kemur í ljós með tímanum. Jóhanna Guðrún og Davíð eiga saman tvö börn, stúlku fædda árið 2015 og dreng fæddan árið 2019.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.