Skæð tölvuóværa ræðst á Facebook-víkinga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 15:40 Þessi uppsprettigluggi sem dúkkar upp í sífellu er að gera pennaglaða á Facebook gráhærða. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Villi naglbítur, Andri Snær Magnason, sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason og stjórnmálamaðurinn Sigmar Guðmundsson eiga það sameiginlegt að hafa mátt glíma við þrálátan og ótrúlega þreytandi óværu á Facebook. Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira