Á fundinum sat Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, fyrir svörum ásamt Kára Árnasyni. Sjónvarpsútsendingu frá fundinum má sjá hér fyrir neðan og textalýsingu er svo að finna neðst í fréttinni.
Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022. Ísland mætir Rúmeníu annað kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn. Íslendingar eru í 5. sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Leikirnir sem framundan eru hafa fallið í skuggann af umræðu um ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við tilkynningum um ofbeldisbrot og Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður sambandsins á sunnudaginn. Stjórn KSÍ hætti einnig og boðaði til aukaþings.
Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum vegna ofbeldisbrota hans og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna eins og það var orðað í fréttatilkynningu KSÍ.