Börn sem ættu að sleppa við sóttkví þurfa samt í sóttkví vegna undirbúningsleysis Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 21:25 Hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir samskipti við smitaðan áttu að leysa ófáan undan sóttkvíarskyldu. En hraðprófin hafa ekki staðið til boða, þrátt fyrir að nýja úrræðið hafi tekið gildi fyrir viku. Vísir/Sigurjón Foreldrar eru margir í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni. Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira