Hafa hjálpað 33 að komast frá Afganistan til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:18 Einstaklingarnir 33 komu til landsins með flugi og lentu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm 33 einstaklingar hafa undanfarna daga notið aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins við að komast frá Afganistan hingað til lands. Íslensk stjórnvöld taka undir áskorun fjölmargra ríkja til nýrra valdahafa í Afganistan um að heimila fólki frjálsa för úr landi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“ Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“
Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22