Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Úr safni. Krakkar í Réttarholtsskóla í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40