Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 08:46 Elizabeth Holmes í alríkisdómshúsi í Kaliforníu árið 2019. Hún er sökuð um að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með loforðum sem engin innistæða var fyrir. Vísir/Getty Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast. Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast.
Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57