Keppt er í handhjólreiðum á kappakstursbraut í Fuji sem hefur verið notuð fyrir Formúlu 1, 2 og 3. Brautin er með bröttum brekkum og kröppum beygjum, það reynir því virkilega á keppendur og reynslan er gulls ígildi.
Arna Sigríður, sem var að keppa á sínu fyrsta Ólympíumóti, lauk keppni í 11. sæti af 11 keppendum á tímanum 48:22,33 mínútum.
Arna Sigríður keppir á morgun í götuhjólreiðum. Þar verður ræst út með hópstarti.