Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 13:44 Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tiilkynningakerfi verði skýrt í ofbeldismálum. Vísir/Sigurjón Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. „Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
„Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira