Bar kappið KSÍ ofurliði? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. ágúst 2021 09:30 Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga KSÍ Reykjavík Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun