Már fjórði í sínum riðli og komst í úrslit: Gaf mótherja undir fótinn í miðju sundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 07:00 Már synti sig inn í úrslitin í fjórsundi í nótt. ÍF Sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB í Reykjanesbæ er kominn í úrslit í 200 metra fjórsundi á Ólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Tókýó í Japan. Már, sem syndir í flokki S11, synti í nótt í 200 metra fjórsund. Um er að ræða 50 metra baksund, 50 metra bringusund, 50 metra flugsund og 50 metra skriðsund. Már synti á tímanum 2:39,63 mín. sem þýddi að hann var fjórði í sínum riðli og áttundi þegar báðum undanriðlum var lokið. Már syndir til úrslita. Hefst sundið klukkan 09.53 að íslenskum tíma. Kappinn var til tals á RÚV að keppni lokinni og fór að kostum líkt og svo oft áður. Ásamt því að ræða sundið ræddi hann það hvernig hann gaf keppanda undir fótinn í miðri keppni. „Það skemmtilega við þetta sund er að þetta er í fyrsta skipti sem ég gef keppinauti undir fótinn í miðri keppni. Ég greip í fótinn á keppanda á braut þrjú í bringusundinu. Og ég veit ekki einu sinni hvort hann er sætur eða ekki, þannig að þetta er pínu vesen.“ „Ég er mjög sterkur í baksundinu en því miður er það bara 25% af þessum fjórum ferðum. Ég sökka í bringusundi, ég hefði kannski bara átt að halda fast í þennan fót sem ég greip í og hefði bara getað fengið að fljóta með yfir,“ sagði Már um þetta spaugilega atvik. Annars var Már á því að sundið hafi verið nokkuð fínt þó hann hafi verið töluvert frá sínum besta tíma. „Finn það vel að ég er enn mjög uppgefinn eftir átök laugardagsins,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að endingu. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
Már, sem syndir í flokki S11, synti í nótt í 200 metra fjórsund. Um er að ræða 50 metra baksund, 50 metra bringusund, 50 metra flugsund og 50 metra skriðsund. Már synti á tímanum 2:39,63 mín. sem þýddi að hann var fjórði í sínum riðli og áttundi þegar báðum undanriðlum var lokið. Már syndir til úrslita. Hefst sundið klukkan 09.53 að íslenskum tíma. Kappinn var til tals á RÚV að keppni lokinni og fór að kostum líkt og svo oft áður. Ásamt því að ræða sundið ræddi hann það hvernig hann gaf keppanda undir fótinn í miðri keppni. „Það skemmtilega við þetta sund er að þetta er í fyrsta skipti sem ég gef keppinauti undir fótinn í miðri keppni. Ég greip í fótinn á keppanda á braut þrjú í bringusundinu. Og ég veit ekki einu sinni hvort hann er sætur eða ekki, þannig að þetta er pínu vesen.“ „Ég er mjög sterkur í baksundinu en því miður er það bara 25% af þessum fjórum ferðum. Ég sökka í bringusundi, ég hefði kannski bara átt að halda fast í þennan fót sem ég greip í og hefði bara getað fengið að fljóta með yfir,“ sagði Már um þetta spaugilega atvik. Annars var Már á því að sundið hafi verið nokkuð fínt þó hann hafi verið töluvert frá sínum besta tíma. „Finn það vel að ég er enn mjög uppgefinn eftir átök laugardagsins,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að endingu.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira