Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Dani Rhodes hefur komið sterk inn í lið Þróttar. stöð 2 Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. „Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira