Innlent

Þeir sem þurfi á gjör­gæslu ýmist óbólu­settir eða bólu­settir með undir­liggjandi sjúk­dóma

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala.
Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Vísir

Tveir hafa látist á Landspítala vegna Covid-19 frá því á miðvikudag. Yfirmaður Covid-göngudeildar segir að þeir sem fari á gjörgæslu væru ýmist óbólusettir eða bólusettir með undirliggjandi sjúkdóma. 

Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala í gær vegna Covid-19. Þetta er annað andlátið vegna sjúkdómsins í vikunni en sjúklingur á sjötugsaldri lést á gjörgæsludeild spítalans á miðvikudag. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildarinnar hefur ekki upplýsingar um það hvort hinir látnu voru bólusettir eða ekki.

„Þeir sem hafa komið inn á spítalann og veikst mjög alvarlega og endað inni á gjörgæsludeild hafa ýmist verið óbólusettir eða með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við höfum ekki verið með einstaklinga hérna sem hafa verið áður hraustir, bólusettir sem hafa veikst svona alvarlega.“

66 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru 48 þeirra utan sóttkvíar við greiningu eða 72,2 prósent. Fjórtán liggja á spítala með sjúkdóminn.


Tengdar fréttir

Andlát vegna Covid-19

Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala í gær vegna Covid-19.

66 greindust innan­lands

66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 27 prósent nýgreindra. 48 voru utan sóttkvíar, eða um 73 prósent.

Andlát vegna Covid-19

Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×