Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 11:39 Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtæksins. Hraðfrystihúsið Gunnvör Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55