„Orðið fínt en brenn enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi í fjöldamörg ár. lögreglan Líney Rut Halldórsdóttir skilur sátt við ÍSÍ en hún lætur af starfi framkvæmdastjóra sambandsins 1. október. Hún segir að ákvörðunin að hætta hafi ekki verið tekin í flýti. „Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“ Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
„Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“
Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira