„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 23:02 Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld þar sem hann lýsti því yfir að bandaríski herinn skipuleggi nú gagnárás á ISIS-K. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu. Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira