Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 18:45 Lars Lagerbäck í góðum gír með fyrrum samstarfsfélaga sínum Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Skjáskot Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. „Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira
„Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira