Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – Breiðablik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi Árni Konráð Árnason skrifar 26. ágúst 2021 21:00 Blikastúlkur björguðu stigi gegn fallbaráttuliði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þetta ætlaði Keflavík að nýta sér og sóttu þær strax á fyrstu mínútu hátt á Blikana. Það var strax á 4. mínútu leiksins sem að Keflavík sótti hátt á Blikana. Boltinn inn í teig og Hafrún Rakel ætlaði að hreinsa boltann en sparkaði í samherja sinn, Kristínu Dís og þaðan fór boltinn inn, 1-0 fyrir Keflavík. Keflavík sat aftarlega þar sem að eftir lifði fyrri hálfleiks og sóttu Blikar stíft að marki þeirra fyrrnefndu. Blikar áttu margar tilraunir sem að enduðu annaðhvort framhjá marki Keflvíkinga eða í traustum höndum Tiffany Sornpao sem að átti stórleik í marki Keflavíkur í kvöld. Blikum tókst þó ekki að jafna metin og leiddi Keflavík í hálfleik. Það var á 56. mínútu þegar að Ásta Eir, fyrirliði Blika, átti það sem virtist vera fyrirgjöf inn á teig Keflavíkur en boltinn endaði á að rata á markið. Tiffany Sornpao þurfti að hafa sig alla við til þess að blaka boltanum í slánna og þaðan rúllaði boltinn á fjærstöng þar sem að Keflavík tókst að hreinsa boltann burt. Undarlegt atvik átti sér stað á 73. mínútu á vallarhelmingi Blika. Þar hoppaði Aníta Lind og Ásta Eir upp í skallabolta, við þetta féll Ásta Eir niður. Ásta Eir stóð upp og boltinn var á leið út af þar sem að Aníta Lind stóð hjá boltanum, Ásta Eir hljóp af fullum krafti og ætlaði í Anítu sem að var þá utan vallar en hitti ekki á hana. Keppnisskapið farið að segja til sín. Blikar héldu áfram að sækja en Keflvíkingum tókst að bægja sóknaraðgerðum Blika frá. Það var þó á 83. mínútu sem að fyrirgjöf barst fyrir markið. Eftir vandræði í teignum endar boltinn á vítapunktinum hjá Selmu Sól. Tiffany var nýbúin að blaka boltanum frá og lá því í grasinu – markið galopið. Selma Sól þurfti því bara að stýra boltanum í markið, skotið aðeins of hátt og endaði í þverslánni og boltinn út í teig og Keflavík náði að hreinsa. Selma Sól bætti þó upp fyrir klúðrið og jafnaði metin fyrir Blika á 89. mínútu. Eftir uppleik Breiðabliks átti Hildur Antonsdóttir skot í varnarmann, boltinn þaðan í átt að markinu þar sem að Selma Sól tók hlaupið og setti boltann snyrtilega fram hjá Tiffany í markinu, 1-1. Jóhann Atli var þó í vafa og fór að aðstoðarmanni sínum og áttu þeir spjall saman. Spjallið var stutt og markið fékk að standa en í endursýningu á Stöð2Sport virðist Selma þó vera rangstæð. Mörkin urðu þó ekki fleiri og ansi svekkjandi stig fyrir Keflavík sem að varðist vel allan leikinn. Af hverju varð jafntefli? Keflavík komst yfir snemma leiks og bökkuðu síðan í vörn. Þær leystu varnarleikinn vel í dag og náðu oftar en ekki að setja hælinn í boltann til þess að stoppa sókn Breiðabliks. Þær fengu á sig jöfnunarmark sem að hefði mögulega ekki átt að standa og því afar svekkjandi fyrir Keflavík sem að er í fallbaráttu. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany Sornpao átti frábæran leik í dag. Agla María Albertsdóttir lét vörn Keflavíkur hafa fyrir sér í dag með sínum frábæru sprettum. Hvað gekk illa? Blikar virtust hafa fá svör við öflugum varnarleik Keflavíkurog áttu mörg skot yfir markið. Hvað gerist næst? Keflavík fer á Sauðárkrók 30. ágúst og mætir þar botnliði Tindastóls. Keflavík verður að vinna til þess að halda sér frá fallsæti. Breiðablik heldur til Króatíu og spilar þar við Osijek 1. september í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vilhjálmur Kári Haraldsson: Fannst við eiga meira skilið Vilhjálmur Kári, þjálfari Blika, vildi fá meira út úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Svekkelsi að vinna ekki þennan leik, mér fannst við spila ágætis fótbolta og sköpuðum okkur fullt af góðum stöðum. Fengum líka fín færi sem að við nýttum ekki. Þær fá þetta mark á silfurfati í byrjun leiks sem að hjálpar þeim svolítið að geta bakkað og varist meira. Þær voru ekkert mikið að fara fram, þannig að þetta var þéttur múr sem að við þurftum að fara í gegnum. Mér fannst stelpurnar spila ágætisleik en þetta datt bara ekki með okkur. Mér fannst við eiga meira skilið, en svona er þetta bara stundum.“ sagði Vilhjálmur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik
Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þetta ætlaði Keflavík að nýta sér og sóttu þær strax á fyrstu mínútu hátt á Blikana. Það var strax á 4. mínútu leiksins sem að Keflavík sótti hátt á Blikana. Boltinn inn í teig og Hafrún Rakel ætlaði að hreinsa boltann en sparkaði í samherja sinn, Kristínu Dís og þaðan fór boltinn inn, 1-0 fyrir Keflavík. Keflavík sat aftarlega þar sem að eftir lifði fyrri hálfleiks og sóttu Blikar stíft að marki þeirra fyrrnefndu. Blikar áttu margar tilraunir sem að enduðu annaðhvort framhjá marki Keflvíkinga eða í traustum höndum Tiffany Sornpao sem að átti stórleik í marki Keflavíkur í kvöld. Blikum tókst þó ekki að jafna metin og leiddi Keflavík í hálfleik. Það var á 56. mínútu þegar að Ásta Eir, fyrirliði Blika, átti það sem virtist vera fyrirgjöf inn á teig Keflavíkur en boltinn endaði á að rata á markið. Tiffany Sornpao þurfti að hafa sig alla við til þess að blaka boltanum í slánna og þaðan rúllaði boltinn á fjærstöng þar sem að Keflavík tókst að hreinsa boltann burt. Undarlegt atvik átti sér stað á 73. mínútu á vallarhelmingi Blika. Þar hoppaði Aníta Lind og Ásta Eir upp í skallabolta, við þetta féll Ásta Eir niður. Ásta Eir stóð upp og boltinn var á leið út af þar sem að Aníta Lind stóð hjá boltanum, Ásta Eir hljóp af fullum krafti og ætlaði í Anítu sem að var þá utan vallar en hitti ekki á hana. Keppnisskapið farið að segja til sín. Blikar héldu áfram að sækja en Keflvíkingum tókst að bægja sóknaraðgerðum Blika frá. Það var þó á 83. mínútu sem að fyrirgjöf barst fyrir markið. Eftir vandræði í teignum endar boltinn á vítapunktinum hjá Selmu Sól. Tiffany var nýbúin að blaka boltanum frá og lá því í grasinu – markið galopið. Selma Sól þurfti því bara að stýra boltanum í markið, skotið aðeins of hátt og endaði í þverslánni og boltinn út í teig og Keflavík náði að hreinsa. Selma Sól bætti þó upp fyrir klúðrið og jafnaði metin fyrir Blika á 89. mínútu. Eftir uppleik Breiðabliks átti Hildur Antonsdóttir skot í varnarmann, boltinn þaðan í átt að markinu þar sem að Selma Sól tók hlaupið og setti boltann snyrtilega fram hjá Tiffany í markinu, 1-1. Jóhann Atli var þó í vafa og fór að aðstoðarmanni sínum og áttu þeir spjall saman. Spjallið var stutt og markið fékk að standa en í endursýningu á Stöð2Sport virðist Selma þó vera rangstæð. Mörkin urðu þó ekki fleiri og ansi svekkjandi stig fyrir Keflavík sem að varðist vel allan leikinn. Af hverju varð jafntefli? Keflavík komst yfir snemma leiks og bökkuðu síðan í vörn. Þær leystu varnarleikinn vel í dag og náðu oftar en ekki að setja hælinn í boltann til þess að stoppa sókn Breiðabliks. Þær fengu á sig jöfnunarmark sem að hefði mögulega ekki átt að standa og því afar svekkjandi fyrir Keflavík sem að er í fallbaráttu. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany Sornpao átti frábæran leik í dag. Agla María Albertsdóttir lét vörn Keflavíkur hafa fyrir sér í dag með sínum frábæru sprettum. Hvað gekk illa? Blikar virtust hafa fá svör við öflugum varnarleik Keflavíkurog áttu mörg skot yfir markið. Hvað gerist næst? Keflavík fer á Sauðárkrók 30. ágúst og mætir þar botnliði Tindastóls. Keflavík verður að vinna til þess að halda sér frá fallsæti. Breiðablik heldur til Króatíu og spilar þar við Osijek 1. september í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vilhjálmur Kári Haraldsson: Fannst við eiga meira skilið Vilhjálmur Kári, þjálfari Blika, vildi fá meira út úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Svekkelsi að vinna ekki þennan leik, mér fannst við spila ágætis fótbolta og sköpuðum okkur fullt af góðum stöðum. Fengum líka fín færi sem að við nýttum ekki. Þær fá þetta mark á silfurfati í byrjun leiks sem að hjálpar þeim svolítið að geta bakkað og varist meira. Þær voru ekkert mikið að fara fram, þannig að þetta var þéttur múr sem að við þurftum að fara í gegnum. Mér fannst stelpurnar spila ágætisleik en þetta datt bara ekki með okkur. Mér fannst við eiga meira skilið, en svona er þetta bara stundum.“ sagði Vilhjálmur.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti