Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 09:08 Fjölmenn mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum Whitmer ríkisstjóra fóru fram í ríkishöfuðborginni Lansing í Michigan í fyrra. Vopnaðir menn voru framarlega í flokki mótmælenda. Vísir/EPA Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49