Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31 Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar