„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2021 20:05 Það er alltaf mikið um að vera í Skálholti en "Óskalög við orgelið" er viðburður, sem hefur slegið í gegn í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar. Það má segja að Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju sé eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Á fimmtudögum í sumar hefur viðburðinn „Óskalögin við orgelið“ verið á milli 11:00 og 12:00 en þá velja kirkjugestir lög, sem Jón spilar svo með bros og lög og fólk tekur oft undir í lögunum. „Þetta eru um hundrað lög, sem við erum búin að setja á miða og fólk getur valið á milli. Þá áttu að velja lag, sem þú vilt að hann spili og hann spilar með glæsibrag,“ segir Eva Bryndís Ágústsdóttir kirkjuvörður í Skálholti Eva Bryndís Ágústsdóttir, kirkjuvörður í SkálholtiMagnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta hefur slegið í gegn í sumar, margir mætt? „Já, það hefur verið aðeins of margir stundum því við náum ekki að spila öll lögin en þá segjum við þeim að koma bara næsta fimmtudag því það er alltaf hægt að koma aftur og þá að fá að spila lagið sitt, sem maður vill sjálfur velja.“ Eva segist reikna með mörgum í Skálholt á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst til að fá óskalögin sín hjá Jóni en ekkert kostar inn á viðburðinn en hins vegar er hægt að leggja fram frjáls framlög, sem fara þá til fegrunar Skálholtsdómkirkju. Verði áhugi þá heldur viðburðinn áfram í september á fimmtudögum. Jón Bjarnason,sem er algjör snillingur á orgelið í Skálholti. Hann mun taka á móti óskalögum á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst á milli klukkan 11:00 og 12:00 í kirkjunni í Skálholti.Aðsend Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Sjá meira
Það má segja að Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju sé eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Á fimmtudögum í sumar hefur viðburðinn „Óskalögin við orgelið“ verið á milli 11:00 og 12:00 en þá velja kirkjugestir lög, sem Jón spilar svo með bros og lög og fólk tekur oft undir í lögunum. „Þetta eru um hundrað lög, sem við erum búin að setja á miða og fólk getur valið á milli. Þá áttu að velja lag, sem þú vilt að hann spili og hann spilar með glæsibrag,“ segir Eva Bryndís Ágústsdóttir kirkjuvörður í Skálholti Eva Bryndís Ágústsdóttir, kirkjuvörður í SkálholtiMagnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta hefur slegið í gegn í sumar, margir mætt? „Já, það hefur verið aðeins of margir stundum því við náum ekki að spila öll lögin en þá segjum við þeim að koma bara næsta fimmtudag því það er alltaf hægt að koma aftur og þá að fá að spila lagið sitt, sem maður vill sjálfur velja.“ Eva segist reikna með mörgum í Skálholt á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst til að fá óskalögin sín hjá Jóni en ekkert kostar inn á viðburðinn en hins vegar er hægt að leggja fram frjáls framlög, sem fara þá til fegrunar Skálholtsdómkirkju. Verði áhugi þá heldur viðburðinn áfram í september á fimmtudögum. Jón Bjarnason,sem er algjör snillingur á orgelið í Skálholti. Hann mun taka á móti óskalögum á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst á milli klukkan 11:00 og 12:00 í kirkjunni í Skálholti.Aðsend
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Sjá meira