Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:00 Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Vísir/Sigurjón Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar. Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar.
Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45