Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:00 Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Vísir/Sigurjón Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar. Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar.
Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45