Þórsarar tóku illa í beiðni stuðningssveitar Blika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 15:01 Stuðningsmannasveit Breiðabliks gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu nýverið. Vísir/Hafliði Breiðfjörð Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna. Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira