Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira