„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 12:01 Brynjar Gauti Guðjónsson tekur því rólega á næstunni eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fylki í gær. vísir/bára Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira