„Ég er ánægður með að fá þrjú stig. Við spiluðum mjög vel og pressuðum vel. Þetta var það sem við höfum verið að vinna að og við uppskárum það þegar við skoruðum markið í seinni hálfleik,“ sagði Nik í leikslok.
Nik var ánægður með spilamennsku sinna kvenna í kvöld og var þetta allt sem lagt var upp með fyrir leikinn.
„Við gerðum það sem var lagt upp með fyrir leikinn. Við vissum að miðverðirnir myndu elta framherjana og við myndum þá sprengja svæðið fyrir aftan. Við vorum að reyna að einblína á að einangra kantana og láta þær hlaupa. Varnarlega voru stelpurnar góðar sem gerði hinum erfitt með að skjóta á markið.“
Þróttur sækir Fylki heim í 16. umferð sem fer fram mánudaginn 30. ágúst.
„Við getum alltaf bætt okkur. Fylkir spilar öðruvísi bolta og við þurfum að breyta aðeins taktíkinni hvernig við spilum boltanum.“