„Þetta er svolítið glórulaust hjá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 19:00 Sölvi Geir Ottesen mun leggja fótboltaskóna upp í hillu í haust. vísir/bára „Þetta gerðist svo fljótt að það eina sem mér datt í hug var að henda hausnum fyrir þetta. sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, um björgun sína á marklínu með höfðinu er lið hans vann Val 2-1 í toppslag í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Sölvi Geir segist ætla að hætta eftir tímabilið og vill kveðja með Íslandsmeistaratitli. Víkingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik í leik gærdagsins og leiddu 2-0 í hléi, forysta sem hefði hæglega getað verið töluvert stærri. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks eftir hálfleikinn og pressuðu stíft á Víkingana á köflum. Valsarar fengu nokkur fín færi, þar á meðal þar sem Sölvi Geir bjargaði á línu er hann var liggjandi og henti höfðinu fyrir boltann þrátt fyrir að Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, væri að koma á fullri ferð á móti honum. Eftir að hafa séð atvikið aftur viðurkennir Sölvi að um fífldirfsku hafi verið að ræða. Þetta líti ekkert sérstaklega vel út fyrir hann. „Þetta gerist svo fljótt að ég hef engan tíma til þess að hugsa og ég vænti þess að allir liðsfélagar mínir hefðu gert það sama,“ segir Sölvi Geir um atvikið. „Ég er búinn að sjá myndband af þessu aftur og þetta lítur ekki nógu vel út fyrir mig. Það er að segja, þetta er svolítið glórulaust hjá mér. En ég sé ekkert hvernig hann nálgast markið í rauninni, þannig að þetta hefði getað farið verr.“ „Ég held það hafi sést með þessari björgun að maður leggur allt í þetta.“ segir hann enn fremur. Gott tímabil sem getur orðið enn betra Sölvi Geir hefur þegar unnið bikartitil með Víkingum árið 2019 en vill bæta þeim stóra við.vísir/vilhelm Sölvi Geir segir sigur gærdagsins hafa sent ákveðin skilaboð, að Víkingar séu reiðubúnir í titilbaráttuna sem fram undan er. Kaj Leo frá Bartalsstovu minnkaði muninn í lok uppbótartíma í gær, sem þýddi að Víkingar fóru ekki upp fyrir Val í töflunni. Liðin eru jöfn að stigum en Valur er með betri markatölu. Breiðablik er stigi á eftir toppliðunum og á leik inni gegn KA. „Með þessum sigri erum við alvarlega með í þessu, að gera góða hluti á þessu tímabili en við ætlum ekki að missa okkur. Við tökum einn leik í einu, það eru fjórir leikir eftir, við tökum þá einn í einu og reynum að komast eins langt og við getum.“ segir Sölvi Geir sem segir stíganda í leik Víkinga. Ungir leikmenn liðsins hafi tekið skref fram á við frá síðustu leiktíð. „Það hefur verið flottur stígandi í þessu hjá okkur. Við erum búnir að spila mjög vel í sumar. Þetta er bara búið að vera rosalega gott sumar. Menn eru búnir að bæta sig mikið síðan á síðasta ári, ungu leikmennirnir hafa verið að koma sterkir inn. Þeir eru búnir að bæta sig og taka stórt skref frá því á síðasta ári þannig að þetta er búið að vera frábært tímabil eins og er og við ætlum að reyna að enda þetta ennþá betur.“ Klippa: Sölvi Geir Ottesen Hættir í haust Sölvi Geir er 37 ára gamall og hefur leikið með Víkingi frá sumrinu 2018 þegar hann sneri heim eftir 14 ár í atvinnumennsku. Sölvi hefur glímt við bakmeiðsli allan sinn feril og þá er hnéð farið að gefa sig líka. Hann hefur vegna þessa verið inn og út úr liði Víkings í sumar en hann segir yfirstandandi leiktíð vera sína síðustu á ferlinum. Sölvi Geir Ottesen lék með Víkingi til ársins 2004 þegar hann hélt út í atvinnumennsku. Hann sneri aftur til liðsins fyrir sumarið 2018 og mun ljúka ferli sínum með liðinu í haust.Mynd/Vísir „Þetta er búið að vera bras. Það er búið að vera bras að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er síðasta tímabilið sem ég spila, hnéð er orðið handónýtt og bakið er mjög laskað sem er búið að vera það allan ferilinn þannig að þetta er búið að vera mjög krefjandi að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er búið að taka á.“ Víkingur hefur ekki unnið efstu deild í 30 ár, síðan 1991, þegar Sölvi Geir var sjö ára gamall. Aðspurður um hvort hann muni eftir því segir Sölvi: „Nei, ég get ekki sagt það. Ég bjó enn á Akureyri þarna og hafði ekki komið til Reykjavíkur þannig að ég man ekki eftir því. Það er komið dálítið langt síðan að Víkingur vann svo við ætlum að gera allt í okkar valdi til að fá dolluna heim aftur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Víkingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik í leik gærdagsins og leiddu 2-0 í hléi, forysta sem hefði hæglega getað verið töluvert stærri. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks eftir hálfleikinn og pressuðu stíft á Víkingana á köflum. Valsarar fengu nokkur fín færi, þar á meðal þar sem Sölvi Geir bjargaði á línu er hann var liggjandi og henti höfðinu fyrir boltann þrátt fyrir að Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, væri að koma á fullri ferð á móti honum. Eftir að hafa séð atvikið aftur viðurkennir Sölvi að um fífldirfsku hafi verið að ræða. Þetta líti ekkert sérstaklega vel út fyrir hann. „Þetta gerist svo fljótt að ég hef engan tíma til þess að hugsa og ég vænti þess að allir liðsfélagar mínir hefðu gert það sama,“ segir Sölvi Geir um atvikið. „Ég er búinn að sjá myndband af þessu aftur og þetta lítur ekki nógu vel út fyrir mig. Það er að segja, þetta er svolítið glórulaust hjá mér. En ég sé ekkert hvernig hann nálgast markið í rauninni, þannig að þetta hefði getað farið verr.“ „Ég held það hafi sést með þessari björgun að maður leggur allt í þetta.“ segir hann enn fremur. Gott tímabil sem getur orðið enn betra Sölvi Geir hefur þegar unnið bikartitil með Víkingum árið 2019 en vill bæta þeim stóra við.vísir/vilhelm Sölvi Geir segir sigur gærdagsins hafa sent ákveðin skilaboð, að Víkingar séu reiðubúnir í titilbaráttuna sem fram undan er. Kaj Leo frá Bartalsstovu minnkaði muninn í lok uppbótartíma í gær, sem þýddi að Víkingar fóru ekki upp fyrir Val í töflunni. Liðin eru jöfn að stigum en Valur er með betri markatölu. Breiðablik er stigi á eftir toppliðunum og á leik inni gegn KA. „Með þessum sigri erum við alvarlega með í þessu, að gera góða hluti á þessu tímabili en við ætlum ekki að missa okkur. Við tökum einn leik í einu, það eru fjórir leikir eftir, við tökum þá einn í einu og reynum að komast eins langt og við getum.“ segir Sölvi Geir sem segir stíganda í leik Víkinga. Ungir leikmenn liðsins hafi tekið skref fram á við frá síðustu leiktíð. „Það hefur verið flottur stígandi í þessu hjá okkur. Við erum búnir að spila mjög vel í sumar. Þetta er bara búið að vera rosalega gott sumar. Menn eru búnir að bæta sig mikið síðan á síðasta ári, ungu leikmennirnir hafa verið að koma sterkir inn. Þeir eru búnir að bæta sig og taka stórt skref frá því á síðasta ári þannig að þetta er búið að vera frábært tímabil eins og er og við ætlum að reyna að enda þetta ennþá betur.“ Klippa: Sölvi Geir Ottesen Hættir í haust Sölvi Geir er 37 ára gamall og hefur leikið með Víkingi frá sumrinu 2018 þegar hann sneri heim eftir 14 ár í atvinnumennsku. Sölvi hefur glímt við bakmeiðsli allan sinn feril og þá er hnéð farið að gefa sig líka. Hann hefur vegna þessa verið inn og út úr liði Víkings í sumar en hann segir yfirstandandi leiktíð vera sína síðustu á ferlinum. Sölvi Geir Ottesen lék með Víkingi til ársins 2004 þegar hann hélt út í atvinnumennsku. Hann sneri aftur til liðsins fyrir sumarið 2018 og mun ljúka ferli sínum með liðinu í haust.Mynd/Vísir „Þetta er búið að vera bras. Það er búið að vera bras að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er síðasta tímabilið sem ég spila, hnéð er orðið handónýtt og bakið er mjög laskað sem er búið að vera það allan ferilinn þannig að þetta er búið að vera mjög krefjandi að halda sér heilum í gegnum þetta tímabil. Þetta er búið að taka á.“ Víkingur hefur ekki unnið efstu deild í 30 ár, síðan 1991, þegar Sölvi Geir var sjö ára gamall. Aðspurður um hvort hann muni eftir því segir Sölvi: „Nei, ég get ekki sagt það. Ég bjó enn á Akureyri þarna og hafði ekki komið til Reykjavíkur þannig að ég man ekki eftir því. Það er komið dálítið langt síðan að Víkingur vann svo við ætlum að gera allt í okkar valdi til að fá dolluna heim aftur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira