Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Margar konur geta verið komnar á breytingarskeiðið án þess að átta sig á því. Getty/ Sean De Burca „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. „Það getur verið alveg upp í tíu ára tímabil, þar sem þú ert að ganga í gegnum þessar breytingar. Svo verða tíðahvörfin þegar blæðingarnar hætta. Skilgreiningin á því er þegar þú ert búin að vera heilt ár án þess að fá blæðingar.“ Eftir tíðahvörfin kemur líka tímabil þar sem konur hafa ákveðin einkenni, svo þetta eru alls þrjú skeið. Hanna Lilja segir að það vanti aukna fræðslu um breytingaskeiðið og aðgengilegar upplýsingar, sérstaklega í ljósi þess að margar byrja mun fyrr á breytingaskeiðinu en aðrar. „Það er líka mikilvægt að aðstandendur þekki til einkennanna og séu kannski aðeins umburðarlyndari.“ Í fjórða sérþætti Kviknar um kvenheilsu hér á Vísi, ræddu þær Hanna Lilja og Andrea Eyland um breytingaskeiðið og allt sem því fylgir. Umfjöllunarefnið verður í tveimur hlutum en í næsta þætti verður rætt nánar um úrræði. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar.Vísir/Vilhelm Einkennin miklu fleiri Andrea veltir fyrir sér hvort að margar konur sem eru í þroti, kulnun, bugun séu hugsanlega með ógreint breytingaskeið. Hanna Lilja að það geti algjörlega verið rétt. „Því einkennin eru miklu fleiri og breytilegri og þetta er miklu breiðara einkennasvið heldur en að við kannski héldum.“ Hanna Lilja segir að þegar fólk heyri breytingaskeið hugsi það kannski fyrst um “hitasvitakóf og kannski svolítið pirraðar eldri konur” en það er ekkert bara það. Margar konur upplifa hitasvitakóf en alls ekki allar. „Einkennin eru miklu fleiri og önnur en við tengjum endilega við breytingaskeiðið eða höfum gert hingað til. Þessi einkenni geta byrjað alveg löngu áður en þú ferð í tíðahvörf, þess vegna alveg tíu, tólf árum áður. Að meðaltali vara þessi einkenni í sjö til tíu ár en það er mjög misjafnt.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar Kvenheilsa Heilsa Tengdar fréttir Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26 Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Það getur verið alveg upp í tíu ára tímabil, þar sem þú ert að ganga í gegnum þessar breytingar. Svo verða tíðahvörfin þegar blæðingarnar hætta. Skilgreiningin á því er þegar þú ert búin að vera heilt ár án þess að fá blæðingar.“ Eftir tíðahvörfin kemur líka tímabil þar sem konur hafa ákveðin einkenni, svo þetta eru alls þrjú skeið. Hanna Lilja segir að það vanti aukna fræðslu um breytingaskeiðið og aðgengilegar upplýsingar, sérstaklega í ljósi þess að margar byrja mun fyrr á breytingaskeiðinu en aðrar. „Það er líka mikilvægt að aðstandendur þekki til einkennanna og séu kannski aðeins umburðarlyndari.“ Í fjórða sérþætti Kviknar um kvenheilsu hér á Vísi, ræddu þær Hanna Lilja og Andrea Eyland um breytingaskeiðið og allt sem því fylgir. Umfjöllunarefnið verður í tveimur hlutum en í næsta þætti verður rætt nánar um úrræði. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar.Vísir/Vilhelm Einkennin miklu fleiri Andrea veltir fyrir sér hvort að margar konur sem eru í þroti, kulnun, bugun séu hugsanlega með ógreint breytingaskeið. Hanna Lilja að það geti algjörlega verið rétt. „Því einkennin eru miklu fleiri og breytilegri og þetta er miklu breiðara einkennasvið heldur en að við kannski héldum.“ Hanna Lilja segir að þegar fólk heyri breytingaskeið hugsi það kannski fyrst um “hitasvitakóf og kannski svolítið pirraðar eldri konur” en það er ekkert bara það. Margar konur upplifa hitasvitakóf en alls ekki allar. „Einkennin eru miklu fleiri og önnur en við tengjum endilega við breytingaskeiðið eða höfum gert hingað til. Þessi einkenni geta byrjað alveg löngu áður en þú ferð í tíðahvörf, þess vegna alveg tíu, tólf árum áður. Að meðaltali vara þessi einkenni í sjö til tíu ár en það er mjög misjafnt.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan.
Kviknar Kvenheilsa Heilsa Tengdar fréttir Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26 Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26
Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00