Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Vísir Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?