Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 18:28 Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir drengsins. stöð2 Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang. Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira