Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 18:28 Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir drengsins. stöð2 Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang. Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira